10 ráð sem styðja við hreinsun

shutterstock_280416734

 

Eiturefni geta komið úr mat, snyrtivörum, jafnvel frá streitu eða skorti á svefni og því mikilvægt að viðhalda og sinna hreinsun líkamans. Hér koma mín helstu hreinsunarráð sem ég reyni að sinna daglega.

10 hreinsunarhollráð Júlíu

  1. Vatn

Drekktu meira af vatni yfir daginn og reyndu að fara upp í 2 lítra á dag.

  1. Byrjaðu morgnana á bolla af heitu vatni með kreistri sítrónusneið.

Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni ásamt því að bæta meltingu og auka þyngdartap vegna pectin-trefja og basískra eiginleika sítrónunnar.

  1. Taktu acidophilus (probiotics) daglega.

Acidophilus bætir jákvæða bakteríuflóru líkamans og hjálpar meltingunni að starfa betur og þannig flytja úrgang hraðar út.

  1. Bættu við kryddjurtum,

Margar kryddjurtir hafa sérstaka hreinsunareiginleika sem hjálpa líkamanum að hreinsa náttúrulega (minta, basilika).

  1. Fáðu nægan svefn

Vertu viss um að þú fáir nægan svefn svo líkami þinn geti endurnýjað sig að innan sem utan og líffæri hreinsað sig náttúrulega.

  1. Hægðu á þér á meðan þú borðar og tyggðu vandlega.

Einbeittu þér að bragði og samsetningu máltíðarinnar og forðastu rafrænar truflanir eins og frá síma, tölvupósti eða sjónvarpi meðan á máltíð stendur. Þú ert líklegri til að skynja hvenær þú ert södd/saddur þegar þú ert ekki að gera tíu aðra hluti á sama tíma.

  1. Hreyfðu þig meira yfir daginn.

Farðu út að ganga, lyftu eða hvað sem fær þig til þess að svitna og komdu blóðflæðinu af stað og eiturefnunum út.

  1. Farðu í gufu.

Líkaminn hreinsar sig einna helst út frá húðinni og því er frábært að fara í gufubað eða sánu.

  1. Þakklæti

Taktu eftir einhverju einu sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð að sofa á hverju kvöldi. Að beina huganum að því jákvæða í lífi þínu er frábær leið til að ljúka deginum og minnka streitu.

  1. Fylltu líkamann af andoxunarefnum og hreinsandi fæðu.

Bláber, krækiber, sveskjur og jarðarber eru fæða sem eru rík af andoxunarefnum og gott að bæta við útí þeyting eða borða í eftirrétt.


Ef þú vilt svo taka þetta skrefinu lengra getur þú sótt matseðil fyrir einn dag úr 5 daga matarhreinsun minni með uppskriftum sem styðja við hreinsun, þyngdartap og gefa þér auka orku: Smelltu HÉR

Heilsa og hamingja

Júlía

HandPicked Reykjavik bókin

Er komin út og fæst í helstu bókabúðum skoða nánar

Dagatal 2017

NÝTT Dagatal fyrir árið 2017 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

safnaðu tímaritinu

Eldri blöð kosta einungis 850 kr. Skoða nánar

Skrifað af

Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Sækja má uppskriftir af hrákökum og sætum molum frá Júlíu með ókeypis rafbók hennar. Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi. Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með 5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía vinnur einnig að uppskriftabók sem kemur út 2016.

Taktu þátt í umræðunni