5 náttúruleg „sýklalyf“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú finnur fyrir slappleika? Mörg okkar á „grænu“ línunni snúum okkur rakleiðis að eldhússkápnum náum okkur vítamín, spírulina, engifer o.sv.fr. En hvað með þegar þú ert orðin/n fárveik/ur og vantar virkilega hjálp við að berjast við pestina?

Við sáum góðan lista á síðunni Food Matters af náttúrlegum „sýklalyfjum“ sem gætu hjálpað til við að stíga upp úr flensu. Þar sem hefðbundin sýklalyf geta farið illa með flóruna er tilvalið að prufa þetta áður en þú ferð til læknis og færð þér eitthvað sterkara:


HRÁTT HUNANG – Hrátt hunang er talið vera besta sýklalyf náttúrunnar og hefur ótal aðra kosti. Það berst gegn sýkingum og bakteríur verða ekki ónæmar fyrir áhrifum þess. Manuka hunang má nefna sem frábært hunang gegn flensu, það hefur sýkladrepandi eiginleika, getur verið notað sem smyrsl og tekið inn til að bæta heilsuna.


HVÍTLAUKUR – Hvítlaukur er frábært náttúrulegt sýklalyf sem hjálpar einnig til við að hreinsa ennisholurnar. Hann inniheldur efni eins og súlfat og fleira sem getur drepið margar tegundir af bakteríum.


EPLAEDIK – Lífrænt eplaedik hjálpar við að berjast gegn bakteríum og getur bæði verið sýkladrepandi og gott fyrir meltinguna.


KÓKOSOLÍA- Kókosolía er mögulega eitt af best gjöfum náttúrunnar. Frábær fyrir húð, matargerð og besta olían fyrir olíuskolun í munni.


SÝRT GRÆNMETI –  Sýrt grænmeti eins og súrkál og kimchi er búið að vera partur af menningu mannsins öldum saman. Þetta sýrða grænmeti er fullt af meltingargerlum sem hjálpa flórunni að þrífast vel.


Láttu þér batna!

Tögg úr greininni
, , , , ,