5 sniðug “öpp” fyrir 2016

Árið 2016 byrjar af krafti hjá okkur hjá ibn.is, við erum byrjuð að undirbúa Friðsæld í febrúar, erum að setja línurnar fyrir næsta tölublað, svo er nýtt Handpicked Reykjavík kort er framundan sem og Græna Fríðindakortið 2016!

Við erum einnig að gera tilraun til að standa við þau áramótaheit sem við settum okkur sem eru úr öllum áttum; tengd heilsu, ferðalögum, skipulagi, áhugamálum, fjárhag og/eða andlegri heilsu. Til þess að styðja við okkur í því ferli fórum við á stúfanna að finna og prufa snjallsímaforrit sem gætu gefið okkur innblástur eða kennt okkur eitthvað nýtt!

Auðvitað er þetta ekki gert svo að við endum með símann fastann við nefið allt næsta ár en við viljum að nýta tæknina svo að hún gagnist okkur, ekki þannig að hún ræni okkur tíma og upplifunum!

 5 öpp sem okkur leist vel á:

ZOVA
– Frítt
screen390x390

Zova er æfingarforrit sem er einfalt og sniðugt en það er hægt að hala því niður í snjallsíman og einnig horfa á myndböndin í Apple Tv! Við prufuðum nokkrar æfingaseríur frá þeim og þær voru allar stórfínar, hæfilega langar (7-15 min), skemmtilegar, tóku vel á og kostuðu ekki krónu! Það er einnig hægt að borga fyrir aðgang að fleiri æfingarprógrömmum.

 


DUOLINGO

– Frítt

screen322x572

Langar þér að læra nýtt tungumál og veist ekki hvar þú átt að byrja? Duolingo er æðislegt hjálparforrit til þess að læra tungumál. Það setur lærdóm upp eins og leik og passar að taka á öllum hliðum tungumálsins. Þú æfir framburð, skilning, heyrn og eykur orðaforða!

 


 

EVERNOTE
– Frítt

evernote_android_1

Við vitum um marga sem myndu hafa gott af þessu snjallsímaforriti. Evernote er minnisforrit sem hjálpar þér að muna “ALLT” segir slagorðið þeirra. Þú getur sent þér email áminningar, geymt skjáskot, myndir og punkta og tekið upp hljóð allt á einum stað.

 


 

HANDPICKED ICELAND
– Frítt

screen568x568

Við sleppum nú ekki að nefna okkar eigið app, HandPicked Iceland snjallsímaforritið er eins og að eiga góðan vin í hverri sveit! Í því höfum við handvalið staði til að borða, gista, versla og skoða um Ísland sem okkur finnst einstakir eða fylla upp í gæðastimpil HandPicked. Með því þarftu til dæmis ekki lengur að borða bara á bensínstöðvum um landið, því nóg er til af öðrum veitingarstöðum sem bjóða upp á mat beint frá bónda eða æðislega upplifun.

 

 

 

 


JUICE
– Frítt

screen568x568 (1)


Juice
fylgist með orkunni þinni með því að reikna saman daglegar venjur eins og svefn, hreyfingu, næringu og tengir það við hvernig þér líður. Þetta er einfalt forrit og skemmtilegt sem gefur góð ráð og því meira sem maður notar það, því meira tengir maður saman venjur og orku yfir daginn.

 


Öll þessi snjallsímaforrit fást fyrir Iphone og Android (nema Handpicked forritið sem fæst aðeins fyrir Iphone)

Vonandi nýtist þetta vel!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.