Að raða í bakpoka fyrir gönguferð

bakpoka

Í allri útivist þá þurfum við að vanda okkur með val á þeim aðferðum sem við tileinkum okkur og hvernig við berum okkur að. Ég fæ reglulega spurningar um það hvernig best sé að raða í bakpoka fyrir gönguferðir. Það eru til nokkrar þumalputtareglur sem ég ætla að rifja aðeins upp hér sem getur verið ágætt að hafa í huga þegar raðað er í bakpoka.

1. Reynið að taka með ykkur eins lítið af búnaði og hægt er.

Gott ráð er að raða fyrst öllu dótinu á stofugólfið og skoða vel hvort það sé virkilega nauðsynlegt að taka allt með.

2. Notið plássið vel – lofttæmið

  • Mat
  • Föt
  • Svefnpoka
  • Aukahluti

3. Setjið þá hluti sem þið þurfið ekki að nota fyrr en á áfangastað neðst í bakpokann

  • Aukafatnaður sem á að nota á náttstað
  • Svefnpoka

4. Hafið þunga hluti nálægt hryggnum til þess að halda jafnvægispunktinum í lagi.

Líkamsstaðan í kringum bakpokann verður betri og gangan jákvæðari fyrir vikið.

5. Hafið þá hluti sem þið þurfið að nálgast auðveldlega eins og áttavita og myndavél efst eða þar sem er aðgengi er auðvelt.

Klassískt ráð – Munið eftir því hvar þið setjið höfuðljósið ykkar. Þá þurfið þið ekki að leita af því þegar myrkrið skellur á.

6. Vatnsþéttir pokar eru dásamlegir.

Þessir pokar fást í flestum útivistarbúðum og geta gert kraftaverk þegar rignir og bleyta verður áskorun. Fátt er betra en að vita af hlutunum sínum þurrum þegar komið er á náttstað.

7. Drekkið nóg af vatni!

Mikilvægi vatnsdrykkju er afskaplega stór þáttur í vel heppnaðari göngu. Ef þið gleymið að drekka vatn á göngu þá mæli ég með vatnspokum sem þið getið sett í bakpokann ykkar. Þessir pokar eru auðveldir í notkun, fást í flestum útivistarbúðum og við munum frekar eftir því að drekka vatn.

8. Að lokum gætið þess að fylla vel út í neðsta hlutann af bakpokanum og hafa frauðdýnur og tjaldið ykkar utan á pokanum.

Góða ferð og njótið þess að búa til flottar haustminningar á göngu um landið.

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Skrifað af

Pálína Ósk er ferðamálafræðingur sem hefur ástríðu fyrir útivist og samveru. Pálína hefur síðustu ár sérhæft sig í útivist fyrir börn og unglinga á Norðurlöndunum. Hún hefur verið búsett í Noregi síðustu sex ár en kemur mjög reglulega til Íslands til að vinna að lýðheilsuverkefnum. Árið 2015 vinnur hún að því markmiði ásamt fjölskyldu sinni að ná 123 skipulögðum útistundum. Þau skrifa um ævintýrin á vefnum utistund.com. Fylgist með störfum Pálínu á blogginu, á fésbókinni eða Instagram @palinahraundal.

Taktu þátt í umræðunni