Æfingar í stofunni heima

Þegar úti er veður vont og maður hefur sig ekki út úr húsi til að hreyfa sig þýðir það ekki að við þurfum að verða algjörar sófakartöflur. Æfingar heima í stofu geta gert kraftaverk fyrir bæði líkama og sál og gert dvölina heimavið innihaldsríkari og skemmtilegri. Að auki er það ókeypis! Þú þarft ekki að splæsa í nýjan bol í ræktina eða smart íþróttaskó, þú getur verið með úfið hárið og gert æfingarnar hvenær sem er. Svona af því að það er að koma helgi þá tókum saman uppáhalds æfingamyndböndin okkar af youtube:

1. Fyrir leyndar ballerínur. Mary Helen Bowers er í miklu uppáhaldi hjá okkur sem erum með leynda ballerínudrauma. Hún er fyrrum ballet dansari sem er búin að búa til sitt eigið æfingakerfi innblásið frá bæði ballet og pilates. Hún þjálfaði meðal annars Natalie Portman fyrir kvikmyndina Black Swan. Í þessu myndbandi sýnir hún flotta alhliða gólfæfingu.

2. Fyrir fókus og styrk. Tara Stiles er frábær jógakennari sem er með rás á youtube fulla af flottum myndböndum með stuttum eða löngum en alltaf góðum jógatímum til að gera heimavið. Í þessu vídjói sýnir hún jógaseríu sem einbeitir sér að almennum styrk og liðleika.

3. Fyrir þá praktískuLifehack er flottur vefmiðill sem fjallar um hvernig má betrumbæta líf sitt. Þau hjá Lifehack bjuggu einnig til þetta einfalda en áhrifaríka æfingamyndband með klassískum æfingum sem þú getur gert hvar sem er og hvenær sem er.

4. Fyrir þá sem vilja dansa og fá góða brennslu æfingu í leiðinni þá virkar fátt jafn vel og Beyonce í þeim málum. Hér er kennslumyndband af dansrútínu við lagið hennar “Move your body”.

5. Aftur til fortíðar! Jane Fonda sýnir okkur hvernig á að gera þetta með léttum aerobik æfingum í skrautlegum æfingaklæðnaði með perm í hári. En fyrir neðan það er annað myndskeið sem er uppfærð útgáfa af æfingum Jane. Frábært fyrir byrjendur og/eða þá sem muna vel eftir þessu tímabili.

6. Fyrir þá allra hörðustu! Fyrir þá sem hrífast af bardaga íþróttum er hér vídjó sem inniheldur MMA æfingar sem þú getur gert heima í stofu!

Vonandi finnur þú eitthvað fyrir þinn smekk og lætur vaða… En mundu eftir því að hlusta vel á líkamann og fara varlega!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.