Dagsferðir frá Reykjavík

DSCF3687

Dagsferðir frá Reykjavík bjóða upp á tækifæri til að upplifa náttúruna og ýmis ævintýri og maður endar aftur heima í koti að kvöldi. Við tókum saman fjórar ólíkar dagsferðir sem hægt er að fara í sumar, hvort sem er með vinum eða fjölskyldu. Næsta mánuðinn munum við stinga upp á einni slíkri ferð vikulega sem er svo hægt að skella sér í um helgar. Hér er sú fyrsta en í henni ferðumst við um Krísuvíkur svæðið og Suðurland á nýjan hátt eins og túristar sem vilja sjá, borða og gera eitthvað einstakt!

TÚRISTAFERÐIN – 156 KM

Á þessari hringleið er að finna hveri, kirkjur og ótrúlegt landslag.

Leiðin: Beygt til vinstri út af Reykjanesbrautinni rétt áður en komið er að álverinu í Straumsvík, Krísuvíkurafleggjarann. Vegur 5 ekinn þó nokkurn spöl og eftir að ekið er fram hjá Kleifarvatni er tekin beygja í átt að Þorlákshöfn á veg 427. Frá Þorlákshöfn er ekið til Eyrarbakka og þaðan á Selfoss og svo til Hveragerðis. Loks er keyrt aftur heim til Reykjavíkur á þjóðvegi 1.

Taka með: sundföt, gönguskó, hlýja úlpu, myndavél og HANDPICKED ICELAND kortin.

HUGMYNDIR AÐ STOPPUM

       Kleifarvatn – fallegt og djúpt vatn þar sem hægt er að veiða og mögulega sjá skrímslið sem þar býr!

       Háhitasvæðin Seltúni – fallegar gönguleiðir milli hveranna.

       Strandarkirkjaþykir launa áheit vel.

       Hendur í höfn – yndislegt kaffihús við Unubakka í Þorlákshöfn.

       Sundlaugin í Þorlákshöfn – nýleg sundlaug; rennibrautir, gufa o.fl.

       Rauða húsið – frábær matseðill, mælum með humrinum.

       Laugabúð Eyrarbakka – mælum með Sínalcó með lakkrísröri og krembrauði í þessari sögulegu búð.

       Listasafn Árnesinga í Hveragerði – alltaf flottar sýningar í gangi

       Litla kaffistofan – stemmari að stoppa í þessari einstöku vegasjoppu og fá sér kaffi og kleinu á leiðinni heim.

GÓÐA FERÐ!

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

HandPicked Reykjavik bókin

Er komin út og fæst í helstu bókabúðum skoða nánar

safnaðu tímaritinu

Eldri blöð kosta einungis 850 kr. Skoða nánar

Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

Taktu þátt í umræðunni