DIY andlitsmaski fyrir þurra húð

maski

Nú þegar fyrsti í frosti er mættur í hús er tími til að undirbúa húðina fyrir veturinn. Húðin í andlitinu þornar hjá mörgum á veturna sem getur leitt til ýmissa húðvandamála. Þessi heimagerði maski er einfaldur og inniheldur matvöru sem nærir, hreinsar og mýkir húðina.

AVÓKADÓ. Eða Lárpera, hvort sem þú notar. Þessi ávöxtur er frábær fyrir húðina þar sem hann er fullur af A vítamíni sem nærir og mýkir húðina.

HUNANG. Gefur húðinni fallegan ljóma og er einnig nærandi og mýkjandi. Hunang sótthreinsar einnig vel og opnar svitaholurnar. Vissulega dálítið klístrað en það sakar ekki!

GRÍSK JÓGÚRT. Hér er smá bónus fyrir þá sem eru með húðvandamál eða fá auðveldlega bólur. Ef þú ert með viðkvæma húð sem fer auðveldlega í „uppnám“ er sniðugt að prufa hvort að grísk jógurt geti ekki hjálpað. Hún hefur þann eiginleika að róa húðina, inniheldur góðar bakteríur og mikið af zink sem hjálpar húðinni að berjast við bólurnar.

DIY ANDLITSMASKI

INNIHALD:

1/2 tilbúin lárpera/avókadó

2 tsk. Lífrænt hunang

1 tsk. Grísk jógurt

AÐFERÐ:

Blandaðu innihaldinu saman þar til þú ert með mjúka blöndu. Ef þú ætlar ekki að nota maskann strax þá er gott að setja nokkra sítrónudropa í blönduna til þess að lárperan verði ekki brún. Byrjaðu á að þrífa á þér andlitið og þurrka. Settu maskann svo jafnt yfir andlitið og hálsinn, ekki of nálægt augunum. Leyfðu maskanum að sitja í að minnsta kosti 15 mínútur og þrífðu hann svo af með volgu vatni.

VOila! 

Þennan maska má nota 2-3 í viku


Heimildir:

http://theeverygirl.com/at-home-avocado-honey-yogurt-face-mask
http://www.rosychicc.com/2014/02/diy-face-mask-for-dry-skin.html

 

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

safnaðu tímaritinu

Eldri blöð kosta einungis 850 kr. Skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Tögg úr greininni
, , , , , ,
Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

Taktu þátt í umræðunni