DIY – Með hreina samvisku

hrein samviska

Heimagert þvottaduft.

Við höldum áfram með fasta liðinn okkar Með hreina samvisku þar sem við búum til okkar eigin hreinsiefni til þess að lágmarka skaða á náttúrunni og okkur sjálfum.

ÞVOTTAHÚSIÐ

Það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það sem við setjum á okkur en í okkur. Húðin tekur inn það sem á hana er sett og getur haft mikil áhrif á líðan okkar. Astmi, ofnæmi og exem eru allt einkenni sem misgóð þvottaefni geta valdið. Þegar þú útbýrð þína eigin þvottablöndu og blandar blómadropum út í ertu ekki aðeins að auka þrifkraftinn og bæta við ferskum ilmi, heldur nýta lækningamátt dropanna. Ef t.d. einhver í fjölskyldunni er með kvef er gott að nota eucalyptus-ilmkjarnaolíu í þvottavélina.

Súpereinfalt þvottaduft

2 bollar matarsódi

15-20 dropar af ilmkjarnaolíu

 Setjið þetta tvennt saman í krukku og hristið vel. Setjið u.þ.m. 1/4 bolla í þvottavélina. Má einnig nota til að handþvo þvott, eða setja teskeið í mýkingarhólfið með öðru þvottaefni.

Kröftugt þvottaduft

1 bolli bórax

1 bolli matarsódi með ilmkjarnaolíu (sjá uppskr. hér að ofan)

1 bolli náttúruleg handsápa í flögum (tætt með rifjárni)

 Blandið öllu saman og setjið í ílát. Notið 1/2 bolla í fulla, meðalstóra þvottavél

*Hollráð: Gott er að setja af og til nokkra dropa af tea tree-ilmkjarnaolíu í hólfin í þvottavélinni til að halda í skefjum myglusveppi sem oft myndast í þvottavélum og gerir það að verkum að vond lykt festist í fötunum.
áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Tögg úr greininni
, ,
Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir