Einfaldar kókoskúlur

Ég er svolítill sælkeri og finnst afar gott að eiga eitthvað til með kaffibollanum. Eftir að ég byrjaði að prófa mig áfram í uppskriftagerð er þetta sú uppskrift sem ég hef gert hvað mest af. Þessar kókoskúlur eru mjög einfaldar og fljótlegar í gerð, stútfullar af hollri fitu og innihalda engan viðbættan sykur. Ég reyni oftast að halda mig við eina kúlu en þær eiga þó stundum til að rata fleiri upp í munn. Kókoskúlurnar eru tilvaldar sem hollarara helgarnammi og gott að eiga inn í frysti þegar óvænta gesti ber að garði.

Innihald
2 dl döðlur
2 dl pekanhnetur
1 dl kókosmjöl
2 msk möndlusmjör
2 msk kókosolía
2 msk kakóduft
1 teskeið vanilla
Smá sjávarsalt

Aðferð
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og hrærið þangað til að deigið er orðið þétt. Hnoðið í litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli, kakódufti, hampfræum eða hverju sem hugurinn girnist. Raðið kúlunum í box og geymið í frysti eða kæli. Svo er bara að njóta!

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Skrifað af

Karítas Hvönn er sveitastelpa frá Austurlandi. Hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir íþróttum og hefur stundað þær margar frá unga aldri. Síðastliðin ár hefur hún bæði æft og þjálfað crossfit en tekur nú sín fyrstu skref í bardagaíþróttum. Samhliða íþróttaiðkuninni hefur hún þróað með sér mikinn heilsuáhuga og er hálfnuð með BSc í Hnattrænni Heilsu- og Næringarfræði við Professionshøjskolen Metropol í Kaupmannahöfn. Karítas er nú í starfsnámi hjá Í boði náttúrunnar

Taktu þátt í umræðunni