Ekki láta nýja árið læðast aftan að þér!

Þorbjörg Hafsteinsdóttir a.k.a Tobba, rithöfundur og frumkvöðull í heilsu heldur námskeið þann 29. desember á Gló í Fákafeni. Námskeiðið er eins konar annáll fyrir árið sem var að líða og undirbúningur fyrir það næsta. Við heyrðum í Þorbjörgu og spurðum hana út í áramótaheit, markmið og heilsu:

Hvernig hefur árið 2015 verið fyrir þig persónulega?

Þetta er búið að vera ansi viðburðarríkt ár og ég stend næstum því á öndinni yfir hvað ég er búin að áorka þegar á heildina er litið. Ég er alltaf fremur forvitin og fylgist vel með því sem er að gerast á mínu vinnu sviði sem er fyrst og fremst næringarfræðin. En ég hef síðustu árin eðlilega menntað mig meir og meir inn í heildarmyndina. Ég lauk þannig námi í hugrænni atferlismedferð og mindfulness í Háskóla Íslands. Og í november útskrifaðist ég sem yogakennari frá yoga námi Ingibjargar Stefánsdóttur í Yoga Shala. Loks tók ég ítarlegan kúrs í Yin Yoga hjá mjög virtum kennara frá Hong Kong í Kaupmannahöfn. Þannig að þetta ár hefur verið ár lærdóms og símenntunar.

Ég er sjálf búin að kenna mikið og hér heima hafa 7 hópar útskrifast úr 4 vikna heilsu námskeiðinu “LJÓMANDI” með hæstu einkunn í að næra sjálfan sig !

Ég hóf einnig skriftir að nýrri bók sem mun koma út í Danmörku næsta haust. Og svo er ég búin að skipta um nafn! Heiti nú “Ingveldardóttir “ og vil með þessarri breytingu heiðra elsku móður mína og flottu konu á þessu 100 ára afmæli kosningarrétti kvenna.

Það sem er mér einna eftirminnilegast er ferð mín heim vestur í Aðalvík. Ég var ein og með sjálfri mér í 8 daga og gekk um allar sveitir alla daga og nætur stundum líka. Það var ótrúlega falleg og góð reynsla sem ég mun seint gleyma.

Og svo ofan allt skildi ég við fyrrverandi manninn minn sem var eftirminnileg reynsla sem ég á einhvern tíma eftir að skrifa um.

Finnst þér mikilvægt að staldra við í kringum áramót og skoða árið sem leið?

Mér finnst mikilvægt að staldra við oft ári og taka púlsinn á lífið og tilveruna og hvort stefnan sé í rétta átt. Áramótin er einstaklega góður tími líka því þá markerum við jú tímamót þar sem er lokun (closure) og nýtt upphaf sem býður upp á breytingar, lagfærslur og stöðuhækkanir á öllum sviðum ekki satt. Að skoða árið sem er að líða er eins og að líta yfir handrit. Það eru margir kaflar sem eru vel skrifaðir og aðrir sem ekki eru nógu skýrir eða gefa nokkra meiningu. Það þarf að laga og breyta eða hreinlega byrja að skrifa upp á nýtt.

nyt_grinende_p_bord

Hvað finnst þér gleymast oft þegar kemur að því að setja sér markmið?

Algengast er enn að setja sér markmið sem snýr að líkamanum og heilsunni. Hætta að reykja, grenna sig, stunda líkamsrækt og þess hátta. Sem er sjálfsagt og gott og fín markmið. En það sem ekki allir átta sig á er, að það er ekki nóg að segja sér markmið. Það þarf líka að vinna í markmiðsvinnunni ef manni er alvara með þetta. Hvernig ætla ég að bæta heilsuna? Hvað þarf ég að gera ? Hver getur hjálpað mér ? Hvenær ætla ég að byrja?

Hins vegar er einnig hægt að segja sér markmið sem fer aðeins út fyrir ramman og sem kemur líka öðrum til góðs og halds. Styrkja samband við maka og börn til dæmis. Og hér er það sama sem á við. Á hvern hátt ætlar þú að að styrkja sambandið og hvenær. Þannig verður þetta mun markvissara og auðveldara og það væri líka æskilegt að það sé mælanlegt hvort þú sért í raun að styrkja sambandið. 

Hvað er það besta sem þú gerir fyrir heilsu og vellíðan daglega?

Ég borða frekar bragðgóðan og hollan mat. Set svolítinn metnað í rútínur og geri eiginlega alltaf það sama alla morgna: Byrja daginn á stóru glasi af vatni. Drekk hristing af íslensku kollagen dufti frá Feel Iceland, Corsential dufti frá Lifewave, grænu grænmetis- og ávaxtadufti t.d. frá Pukka. Tek vítamínin með þessu. Fæ mér svo smjör kaffið mitt á eftir. Drekk góðan drykk einhversstaðar með alls konar eða fæ mér afgang frá kvöldmat og avocadó, og svo yfirleitt heitan kvöldmat eða grænmeti og súpu sem ég prótein bæti. Ég drekk 2 L af vatni og meira ef ég er í hot yoga. Ég fer í yoga 3svar í viku og sund álíka mörgum sinnum. Ekkert vesen í kringum ‘etta. Þegar ég er í Köben hjóla ég langar leiðir og stunda yoga. Aldrei sund þar.

Setur þú áramótaheit fyrir 2016?

Ég ætla að herða mig með nokkur verkefni mín hafa setið á hakanum. Ég verð að hafa markmiðsáætlun með skilgreiningum og lýsingum á verki og klárlega deadline. Ef ég er ekki með áætlun og skipulag gengur líf mitt og vinna ekki upp. Til dæmis er ég með samning við dani að skila handriti að nýrri bók 1. Apríl. Sem þýðir að mín vinnuáætlun miðast af því. Ég ætla að fara í 14 daga göngu í Nepal á næsta ári og hnén á mér eru veik. Ég er með markmið að gera mig göngufæra og klára fyrir 1. Október.

Spáir þú einhverju heilsu „trendi“ á Íslandi fyrir árið 2016?

Ég held að samfélagið sé að vakna til vitundar um samkennd. Við þurfum að taka höndum saman og finna styrkinn í því að saman erum við sterk. Náttúran kallar og við viljum einfaldara líf.

Mottó ársins 2016 verður: Slakaðu á hnefanum og opnaðu hjartað.

Ekki missa af námskeiði Tobbu 29. desember kl 17:30-20:30 – Verð aðeins 4500 kr.

Skrá sig hér: http://vitalshop.thorbjorg.dk/products/27251-ANNALL-2015-NYARSHEIT-2016


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.