febrúar, 2015

13feb17:30- 18:30Hugrekki til að vera ég - námskeið fyrir ungar konur

Upplýsingar um viðburð

Föstudaginn 13. feb. kl. 17:30-18:30 verður námskeiðið „Hugrekki til að vera ég“ í Lótusnum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis og allar ungar konur á aldrinum 20-35 ára hjartanlega velkomnar. Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðu Lótushúss og í s. 662 3111.

Um námskeiðið
Það getur virst þversagnarkennt að við þurfum hugrekki til að vera við sjálf en það er samt upplifun margra. Á námskeiðinu verður fjallað um það hvernig sjálfsskoðun og hugleiðsla geta hjálpað okkur að öðlast innra frelsi svo fegurð og styrkur sálarinnar geti fengið að skína.

Um Lótushús
Lótushús er hugleiðsluskóli sem starfræktur hefur verið frá árinu 2000, fyrst í Kópavogi en nú á Garðatorgi í miðbæ Garðabæjar og á Akureyri (þar kallast miðstöðin Lótusinn). Í Lótushúsi eru haldin hugleiðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið með reglulegu millibili allan ársins hring og hafa þúsundir Íslendinga sótt námskeið og viðburði á vegum skólans. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem vilja byggja upp innri frið og styrk til að ná betri tökum á sjálfum sér og lífi sínu í gegnum hugleiðslu og sjálfsskoðun. Aðferðirnar eru einfaldar og geta gagnast fólki á öllum aldri, byrjendum jafnt sem lengra komnum.

Öll námskeið á vegum Lótushúss er endurgjaldslaus og er starfið rekið fyrir frjáls framlög leiðbeinenda og þátttakenda.

Sjá nánar um starfsemina á www.lotushus.is

Tími

(Föstudagur) 17:30 - 18:30

Heimilisfang

Lótusinn

JMJ húsið, Gránufélagsgötu 4, 600 Akureyri

Taktu þátt í umræðunni