mars, 2016

12mar13:00- 17:00JÓGAFLÆÐI EÐA VINYASA WORKSHOP

Upplýsingar um viðburð

Hvort sem þú ert þrælreyndur jógi eða nýbúinn að kynnast jógadýnunni þá er þessi vinnustofa fyrir þig. Dásemdin við jóga er að það er alltaf hægt að uppgvötva eitthva nýtt, læra aðeins meira um hverja stöðu fyrir sig, sem og sjálfan sig í stöðunum.

DAGSKRÁ
Laugardagur 12. mars frá 13:00-17:00
13:00 – 14:30 Mjúk upphitun áður en farið er í Sólarhyllingar eða Vinyasa, skref fyrir skref þar sem grunnurinn er lagður að réttri líkamsbeitingu í hverri stöðu fyrir sig. Þeir sem stunda Vinyasa eða flæðijóga reglulega gera óteljandi Chaturanga í hverjum tíma. Það skiptir miklu máli að vera meðvitaður um rétta stöðu líkamans til að vernda axlir og mjóbak, allt frá byrjunarstöðunni, Tadasana, þar til við hittumst í hundinum eða Adho Mukha Svanasana.

14:30-15:30 Posture Cinic þar sem nokkrar stöður verða teknar fyrir og nemendum kennt að fara í þær. Má þar nefna, grunnstöður eins og Stíðsmaður I, II og III, Virabhadrasana, Viðsnúinn þríhyrningur, Parivritta Trikonasana sem og Hjólið eða Urdhva Dhanurasana, ásamt Höfuðstöðunni, Sirsasana. Ef nemendur eru með séróskir varðandi stöðu verður reynt að koma til móts við þær ef tími leyfir.

Í lokin verður svo leiddur 60 – 75 mín tími þar sem nemendum geftst tækifæri á að nýta sér það sem unnið var með á vinnustofunni.

MARÍA HÓLM
Kennir Heitt jógaflæði eða Vinyasa í Sólum. Hún kynntist jóga fyrst fyrir 15 árum, og hefur prófað hinar ýmsu tegundir frá því hún steig fyrst á dýnuna. Þegar María kynntist svo The Barkan Method of Hot Yoga sem Lana Vogestad kenndi var það ást við fyrstu kynni. 2012 tók hún Level I hjá Jimmy Barkan í Fort Lauderdale, Bandaríkjunum og Level II/III seinna sama ár. Sumarið 2014 bætti María við sig öðru 200 tíma námi hjá YogaWorks í Soho, Bandaríkjunum kenndu af Maty Ezraty þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsstöðu til að opna fyrir orkuflæði líkamans. María lítur fyrst og fremst á sig sem nemenda og hefur tekið námskeið hjá ýmsum gestakennurum og má þar nefna Brian Culkin, Elena Mironov, Emely Kuser og Julie Martin.

VERÐ
9.900 kr.
Skráning í Sólum

Tími

(Laugardagur) 13:00 - 17:00

Heimilisfang

Sólir jóga og heilsusetur

Fiskislóð 53-55 , 101 Reykjavík

Umsjón

Sólir jóga og heilsusetur - www.solir.is - solir@solir.issolir@solir.is

Taktu þátt í umræðunni