september, 2014

24sept19:00- 22:00Námskeið í lifandi fæði

Upplýsingar um viðburð

Miðvikudaginn 24. september kl. 19.00 til 22.00 verður Edda Magnúsdóttir, matvælafræðingur og hráfæðikennari, með námskeið í lifandi fæði, en lifandi fæði ásamt hráfæði hefur átt auknum vinsældum að fagna hér á landi síðustu árin eins og víða erlendis.

Hráefnið kemur aðeins úr jurtaríkinu og má þar t.d. nefna ávexti, grænmeti, hnetur og fræ.

Á námskeiðinu sýnir Edda hvernig hægt er að rækta hveitigras, búa til kornsafa, súrkál, spíra fræ, búa til osta og orkusúpuna hennar Ann Wigmore o.fl. Ann Wigmore var frumkvöðull í gerð lifandi fæðis og stofnaði skóla á Puerto Rico í „The Living Food Lifestyle“ sem dregur til sín fólk hvaðanæva úr heiminum.  Lifandi fæði er ýmist gerjað eða spírað en með því margfaldast næringargildi fæðunnar.

Á eftir sýnikennslunni verður smakkað á réttunum og þáttakendur fá uppskriftir.

Staðsetning: Námskeiðið verður haldið í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1 í Reykjavík (ath. gengið inn frá Ármúla)

Skráning á netfanginu  gardyrkjufelag@gardurinn.is

Verð kr. 6,000,-  fyrir félagsmenn í GÍ, en kr. 6,900,- fyrir aðra.

Tími

(Miðvikudagur) 19:00 - 22:00

Heimilisfang

Garðyrkjufélag Íslands

Síðurmúli 1

Umsjón

Garðyrkjufélag Íslandsgardyrkjufelag@gardurinn.is

Taktu þátt í umræðunni