Glúteinlausar múffur!

Eftirréttur fyrir þá sem vilja prufa eitthvað nýtt!

 

Súkkulaðirauðrófu-múffur

Þessi kaka hefur ríkt heslihnetu- og súkkulaðibragð og undir niðri má finna bragð af rauðrófunni. Þetta er mettandi kaka og gott er að bera fram léttan sýrðan rjóma með henni. Kakan er hveitilaus og við notum svolítið hrísmjöl í hana þannig að hún er líka glútenlaus.

6 gómsætar múffur


Innihald: 

200 g rauðrófur, afhýddar og skornar í litla bita
75 g heslihnetur
2 stór egg
90 g sykur eða ljós púðursykur
½ tsk. salt
1 msk. hrísmjöl
1½ msk. kakó
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. vanilluessens
100 g súkkulaði, 70%, grófsaxað

Til skreytingar
:

Um 1 msk. heslihnetur, grófsaxaðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200˚C. Bakið rauðrófubitana í 25 mínútur. Finnið til múffumót og smyrjið að innan eða leggið pappírsmót innan í það.
Malið heslihneturnar í fínt mjöl í matvinnsluvél. Þeytið saman egg, sykur og salt þar til eggin verða létt og ljós. Hrærið hnetu- og hrísmjöl saman við ásamt kakói, lyftidufti og vanillu.
Maukið bakaðar rauðrófurnar og setjið saxað súkkulaðið saman við heitt rauðrófumaukið. Hrærið í þar til súkkulaðið bráðnar. Setjið rauðrófumaukið út í deigið og blandið varlega saman.
Hellið deiginu í mótin og sáldrið grófsöxuðum heslihnetum yfir. Lækkið ofnhitann í 160˚C. Bakið múffurnar í miðjum ofninum í 35 mínútur.
Látið þær kólna aðeins í mótinu áður en þær eru bornar fram.

 

Umsjón Inga Elsa Bergþórsdóttir & Gísli Egill Hrafnsson

 

Tögg úr greininni
, ,