Grænn ofurdrykkur!

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram náttúrulega ljóma!

Grænu laufblöðin innihalda prótein, fitu og einnig steinefni, járn, kalk, zink, magnesíum, og A,C,E vítamín sem gerir þau að sannkallaðri súperfæðu!

Laufblöðin draga úr löngun í sykur, þar sem sykurlöngun er gjarnan afleiðing af ójafnvægi eða skorti á næringarefnum eins og magnesíum og króm eða skortur á fitu eða próteini í mataræði.

Mikilvægt er að kaupa góð gæði af grænu og breyta reglulega til svo líkaminn fái fjölbreytta inntöku af næringarefnum og þú verðir síður leið/ur á fæðunni.

Með því að blanda grænum laufblöðum í blandara hjálpar það til við upptöku næringarefna án þess að líkaminn og meltingin þurfi að vinna mikið og því kemur hér ein uppskrift af orkugefandi og hreinsandi grænum boozt.

Hreinsandi grændrykkur Júlíu

2 bollar vatn

2 góð Handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

1/2 gúrka

2 sellerí stönglar

1 lífrænt epli

1 banani

2 msk sítrónusafi

Klakar (val)

Nokkrir dropar af stevia eða/og fersk mynta (Val)

Allt sett í blandarann. Má bæta við frosnu mangó eða berjum til að sæta.

Grein og uppskrift frá Júlíu heilsumarkþjálfa og næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til Fulls, www.lifdutilfulls.is .

Júlía heldur nú ókeypis myndbandsþjálfun þar sem hún deilir hollráðum að þyngdartapi, orku og hvernig hægt er að draga úr sykurlöngun . Fæst skráning ókeypis í september á síðunni www.nyttlifnythu.is