Hægra og vinstra heilahvel

Rannsóknir á einstaklingum sem hafa orðið fyrir heilaskemmdum hafa gefið vísindamönnum nokkrar vísbendingar hvernig vinstra og hægra heilahvelið virkar hvort fyrir sig. Hægra heilahvel stjórnar öllum vöðvum vinstra megin í líkamanum á meðan vinstra heilahvel stjórnar vöðvum hægra megin í líkamanum.

Til að mynda má rekja tungumálakunnáttu og rökhugsun til vinstra heilahvels. Hægra heilahvel tengist kunnáttu okkar á að þekkja lögun hluta, mismunandi andlit, hvernig við tjáum okkur og lesum.

Vísindamenn telja þó að ekki sé hægt að flokka fólk sem notar einungis vinstra og eða hægra hvel, heldur notum við það heilahvel sem hentar því verkefni sem vinnum með hverju sinni. Hins vegar telja sumir vísindamenn að það sé ákveðið heilahvel sem við notum meira en hitt, sem getur gefið okkur ákveðna hugmynd um persónuleikaeinkenni okkar út frá ríkjandi heilahveli.

Hægra:

Ef hægra heilahvel þitt er meira ráðandi þá má segja að þú sért nokkuð hvatvís einstaklingur og tengdur þínu innsæi. Þú átt það til að taka lífinu svolítið eins og það kemur bara. Það koma þó tímar þar sem hugur þinn er út um allt og frekar óskipulagður, en þér til varnar þá geriru það ekki viljandi, þegar lífið er svona spennandi og það er svo margt sem hægt er að upplifa og sjá þá getur verið erfitt að halda utan um allt. Það má því segja að þessir einstaklingar séu ef til vill næmir einstaklingar, næmir í þeim skilningi að skynfæri þeirra eru vel virk.

Þú hefur litlar áhyggjur af smáatriðum, það er heildarmyndin sem skiptir þig meiri máli. Þegar kemur að því að taka ákvarðanir þá treystiru meira á innsæið þitt og hvernig tilfinningin er heldur en að fara eftir vel ígrunduðu plani um kosti og galla. Þess konar aðferðafræði í lífinu hentar alls ekki öllu fólki en þú hefur líklegast alltaf verið svona einstaklingur. Þú ert tilbúin/nn að taka skyndilegar ákvarðanir og stökkva í óvissuna með einungis hugboð og eða ákveðna tilfinningu í farteskinu. Þú laðast oft að hinu óþekkta og dularfulla og nýtur þess að komast að hlutunum upp á þínar eigin spýtur. Þar sem þú ert meira fyrir sjónræn verkefni þá hentar þér líklegast best að tjá þig minna í gegnum orð og meira í gegnum sköpun.

Til að draga saman þá er þér náttúrulegt að upplifa og vita afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru og hvernig þeir gætu verið öðruvísi. Þú neitar því að vera aðgerðalaus áhorfandi og þú nýtur hvert tækifæri sem gefst til þess að hrista upp í hlutunum og að hanna lífið eins og þér finnst það eigi að vera, sem endalaust spennandi ævintýri.

Vinstra:

Ef vinstra heilahvel þitt er ráðandi þá má líkja lífi þínu við klukku, fullkomlega skipulagt og kerfisbundið, þar sem allt er gert á þeim tíma sem þú ætlar þér það. Þú tengir líklegast lítið við óskipulagt heimili og eða skjöl sem fyrir slysni enduðu á vitlausum stað. Þú ert samviskusamur og nákvæmur einstaklingur sem er yfirleitt mjög vel undirbúin/nn fyrir hvað sem er.

Erfiðar ákvarðanatökur og flókin verkefni eru leyst af mikilli fagmennsku og ró, það hentar þér vel að skipta verkefnunum niður, greina þau skref fyrir skref þar til þú kemst að vel upplýstri og þaulhugsaðari ákvörðun. Þú ert einstaklega fær í að tjá þig munnlega og líklegri til að móta þér fræðilega afstöðu til að skilja heiminn. Að láta stjórnast af tilfinningum og eða hvötum er þér ekki náttúrulegt, sama hvað gengur á þá er röðin svona; hugsa fyrst og bregðast svo við. Þótt að þetta gefi í skyn að þú sért ekki áhættusækin/nn einstaklingur þá gefa þessi persónuleika einkenni í skyn að það sé hægt að treysta á að þú hefur alltaf plan b og ert tilbúin/nn fyrir hvaða hindranir og verkefni sem koma til þín.

Þegar aðrir eiga erfitt með óreiðukenndan og hraðan heim þá er það þér náttúrulegt að vera lausnamiðaður og líta á heiminn með raunsæjum augum. Að sjá lífið sem ein heild er þér mikilvægt en það eru litlu hlutirnir sem skipta þig mestu máli. Það er alveg sama hversu krefjandi og flókin verkefni koma til þín þú nærð utan um þau með mikilli ró og nærð ávallt að finna þeim einfaldan farveg á ný.

Hvort sem þú tengir meira við eitt eða annað þá er heilinn yfirhöfuð merkileg smíð sem þarf að hugsa vel um og okkur ber að fagna fjölbreytileika okkar frekar en að miða okkur sífellt við annað fólk.

Heimildir:

http://testyourself.psychtests.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.