Hraust fyrir jólin – æfingadagatal!

Fyrir stuttu rakst ég á skemmtilegt heilsuframtak sem Hjördís Marta Óskarsdóttir stendur fyrir. Hjördís, sem er menntuð í íþrótta- og heilsufræði, tók sig til og bjó til jólaæfingadagatal þar sem hún setur daglega á vefinn leiðbeiningar að æfingum til að gera heima í stofu. Móttóið er „Höldum okkur heilbrigðum – líka í desember!“ og setur hún inn myndbönd á hverjum degi þar sem hún sýnir æfingarnar nákvæmlega.

10923585_10152503601192511_4525637631804621941_n

Hvert myndband inniheldur styrktaræfingar sem tekur aðeins 5-8 mínútur að framkvæma svo að flestir ættu að geta gefið sér tíma í þetta. Þetta framtak hefur vakið mikla lukku hingað til og meira en tvöþúsund manns hafa skráð sig til leiks. Það eru ennþá 13 dagar til jóla svo að það er um að gera að taka þátt og jafnvel gera tvö myndbönd á dag ef þú byrjar núna! Æfingarnar getur þú auðveldlega gert heima í stofu og þú þarft engin sérstök æfingatæki.

Nýtum lausar mínútur í deginum í eitthvað uppbyggjandi og gott!

Hér fyrir ofan er svo myndband gærdagsins og endilega kíkið á fésbókarsíðuna þar sem allt fjörið fer fram, smellið á „going“ til að taka þátt og framkvæmið svo æfingarnar! Hér er svo fyrsta myndbandið fyrir þá sem vilja byrja á byrjuninni:

Dagatal 2017

NÝTT Dagatal fyrir árið 2017 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Skrifað af

Dagný er vefritstýra ibn.is og ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar. Hún er með BA próf í Ritlist og Listfræði og MA próf í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Dagný er vatnsberi, lærður jógakennari með ástríðu fyrir handverki, náttúruvernd og heilnæmum lífstíl.

Taktu þátt í umræðunni