Hvernig er þitt innra líf?

Því meira sem við systur veltum fyrir okkur heilsumálunum þeim mun ljósara verður það í okkar huga að vinveittu bakteríunar í meltingarveginum eru alger grundvöllur góðrar heilsu. Á vefsíðunni Green Med info er samansafn meira en 200 rannsókna sem vísa til 170 sjúkdóma sem hægt væri að meðhöndla m.a. með probiotics, eða vinveittum meltingargerlum. Þetta eru lekur ristill, Celiac sjúkdómurinn, iðrabólga, insúlin ójafnvægi, efnaskiptasjúkdómar, sykursýki, exem, liðvandamál, þunglyndi, kvef, flensa, lugnabólga, lifrarsjúkdómar (jafnvel skorpulifur og krabbamein), Epstein-Barr vírusinn, hátt kólesteról og hár blóðþrýstingur og herpes, svo fátt eitt sé nefnt.

Með einni af mörgum rannsóknum á Green Med síðunni segir: „Eiginleikar örlífveranna í meltingarveginum og flórunnar í munnholinu til þess að hafa áhrif gegn kerfisbundnum bólgum, sýrumyndandi steitu, blóðsykurs ójafnvægi, jafnvægi á fitu í vef og jafnvel daglegt lundafar gefa mikilvægar vísbendingar…“ Já, „mikilvægar vísbendingar“ eru stór orð í vísindaheiminum en við höfum líka fregnað úr munni íslenskra lækna að allar líkur séu á því rannsóknir á meltingarflórunni muni umbylta læknavísindunum á næstu árum. Það er ekki lítið.

Í dag vita flestir að t.d. sykur nærir óvinveittu bakteríurnar/gersveppinn í meltingarveginum og skaðar insúlín viðtaka líkamans. Þetta segir okkur það umfram allt að mikilvægast af öllu sé að borða hollan, vel hugsaðan og vandaðan mat svo þarmaflóran geti blómstrað. Hin ástæðan, og í raun sú mest töfrandi, er hvernig heilbrigð þarmaflóra getur lyft heilsu okkar í nýjar hæðir. Kannski hafið þið veitt því athygli að undanförnu að probiotics, vinveittir meltingargerlar, eru orðnir eitt aðalviðfangsefni sérfræðinga sem eru að fást við offitu, sykursýki, þunglyndi og hjartasjúkdóma.

Samkvæmt rússneska taugalífeðlisfræðingnum Dr. Natasha Campbell- McBride, sem skrifaði hina stórmerku bók Meltingurvegurinn og geðheilsan, getur meltingarflóran í konum einnig haft afgerandi áhrif á heilsu barna þeirra og jafnvel skaðað ónæmiskerfi þeirra (fer saman.) Á hinn bóginn er auðvelt að ná aftur jafnvægi ef rétt er á málum haldið. Þessu er öllu lýst skref fyrir skref í bók Natöshu.

Þegar öllu er á botninn hvolft benda allar þessar rannsóknir til að fyrir öllu sé að hafa flóruna í lagi, taka inn gott probiotics (vinveitta meltingagerla) en þar á eftir koma steinefnin og vítamínin. Víst er hvorki líf þrífst né næringin nýtist okkur án vinveittra góðgerla.

Þitt innra bakteríulíf

Líkami okkar inniheldur um 100 trilljónir baktería – sem eru meira en tífalt fleiri en frumur líkamans. Nú liggur alveg kristaltært fyrir að gæði bakeríanna í meltingarveginum eru meginmálið. Hagstæðasta hlutfallið fyrir líkamann er: 85 % góðgerlar/ 15 % meinvirkar (óvinveittar) bakteríur. Jú, það þarf að vera smá ógn.

Áhrif góðgerlanna!

Stóra myndin er þessi: Góðgerlar eru bakteríudrepandi, vinna gegn ofnæmum, vírusum og leyfa meltingunni að blómstra.

Örlítið nákvæmara: Góðgerlar vinna gegn sýkingum, eru andoxandi, minnka líkur á þynglyndi, gersvepp, styrkja hjartað, vernda magann og mannslíkamann gegn umhverfismegun, þeir koma reglu á glutathione og glýkóprótein sem halda ónæmiskerfinu í jafnvægi, þeir bæla niður bólgufaktora á borð við interleukin-6, sem hægir á öldrun, og hamla vexti krabbameinsfrumna.

Svo eru (auðvitað) vinveittir meltingagerar lífnauðsynlegir heilbrigðri og eðlilegri meltingu og frásogun vítamína og steinefna. Þeir bægja eiturefnum frá líkamanum. Og eins og fyrr sagði tengjast probiotics (góðgerlar) meira en 170 ólíkum sjúkdómum samkvæmt vísindalegum rannsóknum: Sjá nánar á www.greenmedinfo.com/substance/probiotics?ed=5161

Vandaðir og vel hugsaðir meltingargerlar eru mikilvægastir

Eitt af því sem Systrasamlagið hefur fram að færa til bættrar meltingar er Tri Blend Acidophilus frá Viridian. Blanda er með FOS, eða forlífisbakteríum, sem er í raun ótrúlega magnað fyrirbæri. Þessi blanda er vandlega hugsuð og eins og allt frá Viridian, án allra aukaefna, óþarfa og er alveg vegan.

Langvinalegastu bakteríurnar í meltingaflórunni eru tvær, eða Lactobacillus acidophilus og Bifdobacterium bifidum sem báðar tilheyra bacilli tegundinni. Sameiginlegir hagsmundir þessarra tveggja og manneskjunnar ásamt lactobacilli eiga sér langa sögu sem tengjast mikilvægi næringar og meðferð á fólki.

Lactobacillus acidophilus er vinsælasta vinalega bakterían fyrir smáþarmanna!

Það er fyrir margra hluta sakir: Melting mjókurmatar: Lactoballi framleiðir laktasa ensímið sem auðveldar okkur úrvinnslu og nýtingu næringar úr mjólkurmat. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að Acidopilus vinnur líkt og sýklalyf gegn salmonellu, taugaveiki, kóleru og fleiri skæðum bakeríum. Rannsóknir hafa líka lofað góðu varðandi acidolin, sem er eitt af uppistöðuefnum í Acidopilus, sem vinnur gegn herpes veirunni. Líklega er þó Acidopilus þekktastur fyrir að vinna gegn hinni skæðu candida sveppasýkingu sem hrjáir alltof marga. Í því tilliti hagnýtir hann sér bifidobakteríurnar til hreinsunnar á lifur. Þá hafa rannsóknir sýnt að acidophilus getur lækkað slæma kólesterólið með því beinlínis að samlagast því og losa það út úr líkamanum.

Bifdobacterium bifidum er uppáhald ristilsins!

Bifdobacterium bifidum hefur tilhneigingu til að minnka í líkamanum með aldrinum sem veldur allskyns kvillum. Þessi baktería verndar ristilinn gegn utanaðkomandi óvinum og sér um upptöku næringar. Hún framleiðir lactic sýru sem minnkar sýrumyndum í smáþörmum. Það gerir okkir ónæm fyrir óvinahernaði. Og einnig hjálpar bifidobakterían okkar við framleiðslu og nýtingu á B-vítamínum í hæfilegum skömmtum, í gegnum gerjunarferli.

Lactobacillus Bulgaricus

L. Bulgaricus er hverful vinveitt bakería sem ýtir undir að hinar vinalegu bakteríur blómstri. Segja má að hún sé besti vinur Lactobacillus acidophilus og Bifdobacterium bifidum því hún margfaldar gæði þeirra.

Fructooligossakkaríðið (FOS)

Er í raun magnað fyrirbæri og gerir þessa blöndu líklega eina þá mest spennandi á markaðnum í dag. FOS er tegund kolvetnis sem hegðar sér eins og forlífsbaktería (sem eykur lífvænleika og virkni og fjölgar hinum góðgerlunum í meltingunni). FOS-ið hér er unnið úr þistilhjörtum og kaffífilrót. Rannsóknir hafa sýnt að FOS eykur einnig stuttkeðja fitusýrur (SCFA) í líkamanum, dregur úr slæma kólesterólinu, lækkar blóðþrýsting og ýtir undir hreinsun lifrar og eyðingu eiturefna úr líkamanum.

Í þessari blöndu er jafnframt að finna sítrus pektín sem einnig ýtir undir hreyfingu þarmanna og það að þarmaflóran nái að blómstra.

Fleira gott systur mæla með

– sem getur ýtt undir að þarmaflóra blómstri!

  • Ólífulauf: Rannsóknir sýna að ólífulauf styrkja ónæmikerfið, eru örverueyðandi og hafa jafnt áhrif á getu líkamans til að kljást við bakteríur, vírusa og ger/svepp.
  • Hvítlaukur: Er ekki einungis góður til að styrkja ónæmiskerfið og halda aftur af bakteríuvexti, heldur hefur hann einnig gagnast vel í baráttunni við candida.
  • Óreganó olía: hefur í tilraunum gefið einstaklega góða raun í baráttunni við sveppasýkingu, reynst margfalt öflugri en mörg önnur efni sem notuð eru gegn sjúkdómnum.
  • Meltingarensím og L-glútamín: Er það tvennt sem næringarþerapistarnir mæla gjarnan með sem fyrstu hjálp þegar meltingin er að trufla þig. L-glútamín er næringarefni fyrir frumulíningu ristilsins og styrkir hann. Algengt vandamál þeirra sem eru með óþol er lekur ristill “leaky gut”. Langbest gegn því er glútamín sem styrkir og þéttir ristilinn. Vinnur einnig gegn bólgum í líkamanum. Digestive Aid blandan frá Viridian hefur að geyma meltingarensímin lípasa, prótasa og amílasa ásamt Betanine hydroklóríð (HCL), sem eykur sýrustig í maga fyrir betri meltingu, piparmintu, sem er verk og vindeyðandi og engifer, sem margsannað er að gagnast vel við meltingartruflunum. Lyftir meltingunni í hærri hæðir.
  • Kókosolía auðvitað lífræn:  býr yfir öflugum sveppaeyðandi eiginleikum. Vinsælt er að taka inn 1 – 2 tsk sjö sinnum á dag í einn til sjö daga, til þess að hreinsa líkamann af eiturefnum, mengun og sveppasýkingu. Hana má nota jafnt innvortis sem útvortis gegn sveppasýkingu.

Annað áhugavert!

Benda má á tvennt af matseðli Systrasamlagsins sem umfram annað bætir meltingaflóruna. Það er annars vegar sá FJÖREFNAGRÆNI, sem er vinsælasti ofurþeytingur Systrasamlagsins. Í hverjum skammti af Fjörefnagrænum (auk mjög mikillar næringar) eru 25 milljarðar meltingagerla úr Green Vibrance sem er líklega næringarríkasta og vandaðasta græna ofurduftið á markaðnum í dag. Hitt er myspróteinið frá dr. Mercola sem við notum í Súkkulaðiprótein ofurdrykkinn okkar. Auk þess að vera unnið úr kúm sem fá að bíta gras er það er sneisafullt af vönduðum góðgerlum.

Ps: Og munum að gut (gut=meltingarvegur) þýðir líka kjarkur. Það er nefnilega ekki víst að kjarkurinn sé upp á marga fiska ef meltingarvegurinn býr ekki yfir nægu magni góðgerla.

Heimildir:
www.greenmedinfo.com/substance/probiotics?ed=5161

 

Tögg úr greininni
, , , ,