Matar – ljósmyndakeppni

Matarljósmyndun hefur aukist með tilkomu snjallsíma og myndrænna félagsmiðla og í raun orðið að áhugamáli hins venjulega matgæðings. Fólk tekur myndir af diskinum sínum; hvort sem það er morgunmatur, snarl eða veislumatur, og deilir stolt með vinum og vandamönnum.

Við ákváðum að fagna þessari nýju/gömlu hefð og efna til matarljósmyndakeppi Í boði náttúrunnar. Við fengum sendar inn margar fallegar myndir af mat og máltíðum og leyfðum vinum okkar á Facebook að velja þá bestu.

Hér eru myndirnar fimm sem valið var úr en sú sem sigraði með yfirburðum var tekin í Flatey á Breiðafirði af Maríu Gestsdóttur og er af kjötsúpu með gömlu húsin í bakgrunni. María hlýtur að launum veislu fyrir sex á Mat og drykk. Til hamingju María!

Við þökkum bæði þeim sem sendu inn myndir og þeim sem kusu kærlega fyrir þátttökuna.

   1. sæti: María Gestsdóttir

obi-2016101503

2. sæti : Sigríður Rún Kristinsdóttir

obi-2016101501

3. sæti: Thelma Gunnarsdóttir

obi-2015032305

4. sæti: Sæunn Þorsteinsdóttir

obi-2016101502

5. sæti: Hanna Kristín Másdóttir

obi-2016051304

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.