Matar – ljósmyndakeppni

obi-2016101503

Matarljósmyndun hefur aukist með tilkomu snjallsíma og myndrænna félagsmiðla og í raun orðið að áhugamáli hins venjulega matgæðings. Fólk tekur myndir af diskinum sínum; hvort sem það er morgunmatur, snarl eða veislumatur, og deilir stolt með vinum og vandamönnum.

Við ákváðum að fagna þessari nýju/gömlu hefð og efna til matarljósmyndakeppi Í boði náttúrunnar. Við fengum sendar inn margar fallegar myndir af mat og máltíðum og leyfðum vinum okkar á Facebook að velja þá bestu.

Hér eru myndirnar fimm sem valið var úr en sú sem sigraði með yfirburðum var tekin í Flatey á Breiðafirði af Maríu Gestsdóttur og er af kjötsúpu með gömlu húsin í bakgrunni. María hlýtur að launum veislu fyrir sex á Mat og drykk. Til hamingju María!

Við þökkum bæði þeim sem sendu inn myndir og þeim sem kusu kærlega fyrir þátttökuna.

   1. sæti: María Gestsdóttir

obi-2016101503

2. sæti : Sigríður Rún Kristinsdóttir

obi-2016101501

3. sæti: Thelma Gunnarsdóttir

obi-2015032305

4. sæti: Sæunn Þorsteinsdóttir

obi-2016101502

5. sæti: Hanna Kristín Másdóttir

obi-2016051304

 

 

safnaðu tímaritinu

Eldri blöð kosta einungis 850 kr. Skoða nánar

HandPicked Reykjavik bókin

Er komin út og fæst í helstu bókabúðum skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

Taktu þátt í umræðunni