DAGSFERÐIR FRÁ RVK – MATARFERÐIN

dagsferdir

Dagsferðir frá Reykjavík bjóða upp á tækifæri til að upplifa náttúruna og ýmis ævintýri og maður endar aftur heima í koti að kvöldi. Við tókum saman fjórar ólíkar dagsferðir sem hægt er að fara í sumar, hvort sem er með vinum eða fjölskyldu. Næsta mánuðinn stingum við upp á einni slíkri ferð vikulega sem er svo hægt að skella sér í þegar tækifæri gefst. Hér er önnur ferðin en í henni eru heimsóttir nokkrir matarmarkaðir þar sem hægt er að kaupa brakandi ferskt grænmeti og ávexti beint frá íslenskum bónda!

MATARFERÐIN – 235 KM

Leiðin: Farið er úr bænum og stefnt á Selfoss, keyrt þar í gegn og áfram þar til komið er að vegi 30 í átt að Flúðum. Sá vegur er keyrður alla leið að Flúðum. Þaðan er keyrt að Reykholti og svo í Laugarás. Sami afleggjarinn er þá farinn tilbaka og þaðan keyrt í Sólheima. Þingvallaleiðin heim.

Taka með: sundföt og fjölnota poka fyrir grænmetið

Hugmyndir að stoppum

SelfossFjallkonan Sælkerahús, matur beint frá bónda– Flúðir:

       Gamla hlaðna laugin á Flúðum er nýuppgerð og í einstöku umhverfi. Kostar slatta inn.

       Matarmarkaður í Efra-Seli – Við hliðina á Golfskálanum á Flúðum er að finna fjölbreyttar matarafurðir frá Suðurlandi.

       Bragginn – Rétt við Flúðir er skemmtilegt kaffihús sem er einnig keramikverkstæði og hægt að kaupa íslenskt mjöl af svæðinu.

       Silfurtún – Rétt utan við Flúðir er heimasala á jarðarberjum og grænmeti.

       Laugarás:

       Dýragarðurinn í Slakka – Skemmtun fyrir krakka.

        Gróðrarstöðvarinnar Engi og Akur selja lífrænt ræktað grænmeti og Engi er með skemmtilegan markað um helgar.

       Sólheimar – Kaffihúsið Græna kannan og Vala, verslun með lífrænar vörur

       Laugarvatn:

       Gamli Héraðsskólinn er nú hostel og kaffihús sem gaman er að heimsækja.

       Fontana Spa – smá slökun í lok ferðarinnar.

       Lindin veitingastaður – Mælum með góðum málsverði eftir góðan dag.

       Njóttu náttúrnnar á Þingvöllum á heimleiðinni.


 

Svo er auðvitað frábært að taka HandPicked Iceland kortin eða appið með í ferðalagið

Góða ferð!

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

1 athugasemd

Taktu þátt í umræðunni