Morgunvenjur Ebbu

Ebba Guðný hefur í mörg ár haft áhuga á heilbrigðum lífstíl og hefur m.a. fjallað um mikilvægi góðrar næringar í þeim matreiðslubókum sem hún hefur gefið út fyrir börn og foreldra. Við fengum Ebbu til að gefa okkur innsýn inn í morgunvenjurnar á hennar heimili. 

DSC_0791-1Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnanna?

Ég er ekki A manneskja og finnst alltaf erfitt að vakna. Ég vakna yfirleitt við vekjaraklukkuna um 7.30. Þá er Hanna mín stundum vöknuð og ef ekki, vek ég hana. Svo kveiki ég ljósin svo auðveldara sé fyrir alla að koma sér fram úr. Ég fórna mér yfirleitt í þetta verk, að vera fyrst fram úr. Við erum öll B-manneskjur heima hjá mér. Það er því yfirleitt ekkert lífsmark á morgnana heima hjá okkur.

Hvernig eru morgunvenjurnar?
Hafliði mætir 8.30 en Hanna 8.10 þannig að ég svona hjálpa þeim af stað. Þau vita að þau verða að drekka fyrst volgt vatn er þau vakna og gera það. Á kvöldin set ég glös og vatnskönnu á borðið, svo það sé tilbúið daginn eftir. Svo bý ég til morgunmat fyrir þau og læt þau taka hör- eða hampolíu af skeið með. Set D-vítamín út í það sem þau eru að borða og Hanna gleypir acidophilus líka eða multivitamin, jafnvel bæði. Hafliði vill ennþá ekki gleypa þannig að ég reyni að setja stundum græn ofurduft í eitthvað sem hann er að borða (langauðveldast í súkkulaðisjeikinn).

Ef ég er að gera þeyting fyrir okkur á morgnana þá bara set ég hör/hampolíuna í þá, sem er mjög einfalt.
Það er misjafnt hvað ég útbý fyrir þau á morgnana. Oft er það súkkulaði- eða bláberjasjeikinn úr Eldað með Ebbu, græn jógúrt (avókadó og epli maukað saman), quinoa með mangóbitum og ólífuolíu eða lífræn AB-mjólk með múslí eða mangóbitum sem dæmi.. (allt í Eldað með Ebbu).
Screen shot 2014-10-28 at 6.07.37 PM
Ég sjálf get ekki borðað fyrr en undir hádegi, eitthvað sem ég hef vanið mig á af því mér leið yfirleitt alltaf illa eftir morgunmatinn. Þannig að ég drekk bara heitt vatn á morgnana, 3-4 bolla í allt örugglega og kreisti sítrónusafa út í einn bollann. Hina drekk ég bara beint eða set young living piparmyntu ilmkjarnaolíu út í, voða gott fyrir meltinguna og mjög hressandi. Líka gott ef fólki finnst það vera að fá hálsbólgu eða kvef. Mjög oft bý ég mér líka til grænan safa á morgnana.

Mjög oft fer ég beint í 25 mínútna gönguferð eftir að börnin eru farin í skólann. Mér finnst það bæta og kæta lund og líkama. Ég reyni að telja upp allt sem ég er þakklát fyrir í þessum gönguferðum, það er mjög gaman! 🙂


Hvernig heldur þú í þessar venjur?

Ég vinn heima og ræð þannig hvernig ég haga matmáls- og vinnutíma. Ég sest svo við tölvuna eða annað sem er á döfinni þegar krakkarnir eru farnir eða gönguferðin búin, en fæ mér svo morgunmat/hádegismat um 11 eða 12.