Morgunvenjur Eddu Björgvins

Morgunvenjur geta haft mikil áhrif á hvernig dagurinn verður í framhaldinu og þess vegna er mikilvægt að skoða hvaða vana við höfum tamið okkur og athuga hvort þeir séu í takt við þau lífsgæði sem við stefnum að. Við leituðum til Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og fengum að vita í stuttu máli hvernig hún byrjar daginn.

Edda2Hvenær og hvernig vaknar þú á morgnanna?

Ég vakna á ýmsum tímum – þó yfirleitt ekki seinna en klukkan níu. Þá fæ ég mér safa úr hálfri sítrónu í volgu vatni og skelli mér síðan í sturtu.

Hvernig eru morgunvenjurnar?

Ef ég er mjög samviskusöm tek ég morgunleikfimina þannig að ég set Elvis á fóninn og tjútta í 15 mínútur (60 sek. hreyfing – 20 sek. hvíld, alltaf til skiptis) og teygi aðeins á. Svo drekk ég græna drykkinn. Hann er búinn til úr öllu því grænasta sem til er í ísskápnum, auk kókosvatns. Þetta getur verið agúrka og grænt epli … eða bara láta hugmyndarflugið ráða.

Hvað hjálpar þér að halda þessum venjum?

Ég kann engin ráð til að halda þessari góðu rútínu en heyrði um daginn frá góðum ráðgjafa að allar venjur sem maður vill festa í sessi á maður að endurtaka í tuttugu og einn dag. Þá eru þær orðnar partur af „eðlilegu“ lífi manns.

Tögg úr greininni
, , ,