Nýtt Náttúrukort er komið út!

Samanbrotið kort

Á hverju sumri ferðast Guðbjörg ritstýra um landið á HandPicked húsbílnum, honum Runólfi Rauða. Fyrir ferðalag sumarsins langaði henni að búa til fallegt náttúrukort af Íslandi sem benti á áhugaverða staði til að stoppa við á leiðinni. Úr varð Náttúrukortið, Ísland í boði náttúrunnar, sem að inniheldur 65 áhugaverða staði sem vert er að heimsækja. Þeir spanna allt frá heimsþekktum hverasvæðum til lítt þekktra fossa. Kortið leiðir þig um helstu vegi og náttúrusvæði landsins og á bakhlið þess má finna okkar uppáhalds veitingastaði, verslanir, söfn og afþreyingu á landsbyggðinni á ensku og íslensku!

En ekki hvað!

Að keyra um landið með þessar upplýsingar í för ætti að gera ferðalagið innihaldsríkara og að sannkallaðri sjónrænni veislu!

SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA

 

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

Taktu þátt í umræðunni