Öllu tjaldað til

ice_picnic_1-64_2017_Page_3

Þegar ég hitti Hörpu Þórðardóttur sálfræðiráðgjafa í fyrsta sinn og við fórum að ræða um ferðalög og útilegur á Íslandi, gerði ég mér strax grein fyrir því að þarna væri kona á ferð sem ég vildi taka mér til fyrirmyndar þegar kom að því að njóta og skapa einstaka upplifun á ferðalögum um landið. Áslaug Snorradóttir er aftur á móti náttúrubarn sem alin er upp við það að borða úti og kann að njóta og nýta náttúruna í sínum ferðalögum og verkefnum. Hún gaf til að mynd út bókina Icelandic Picnic fyrir sléttum tíu árum síðan en í þeirri bók nær hún að fanga þá einstöku stemningu sem skapast þegar fólk tekur sig upp og flytur sig tímabundið út í náttúruna.

Ég ákvað að leiða þessar frábæru konur saman og taka spjall sem ég vissi að væri ferðalöngum frábær innblástur inn í íslenska sumarið.

MATUR

Harpa: Fyrir mér er lífið of stutt fyrir vondan mat. Ég er t.d. alltaf með mokkakönnu og freyðara og geri gott kaffi á tjaldsvæðunum. Enda var ekki hægt að kaupa gott kaffi hér áður fyrr, þótt það hafi skánað mikið.

Áslaug: Já og góðan mat var almennt mjög erfitt að fá.

Harpa: Það var hægt að fara í sjoppur og fá feita hamborgara og franskar og annað var ekki til.

Áslaug: Það var svolítið annaðhvort eða, bensínstöðvarmatur eða matur inni á hóteli, þar sem blæjuberin voru innflutt frá Nýja-Sjálandi, og notuð til að skreyta rándýra kjúklingabringu.

Harpa: Já, og hvítur dúkur og fansí samanbrotnar servíettur (hlátur).

GG: En hvernig hagið þið matarmálum í útilegunni?

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA TIL AÐ LESA ALLA GREININA

LESTU ÚTILEGUGREIN!

 

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

Taktu þátt í umræðunni