Steinaldarbrauð

Um daginn heimsótti móðir mín mig og kenndi mér að baka þetta ljúffenga brauð sem er glúteinlaust og alveg svakalega næringarríkt. Það er fáránlega gott með hummus, smá dijon sinnepi og ábyggilega mjög gott með smjöri. Það sem það hefur framyfir poppkex og flest keypt glúteinlaust brauð er að með hverri sneið innbyrðir maður heilan helling af næringarefnum og góðri fitu.

IMG_6229

UPPSKRIFT:

1 dl möndlumjöl
1 dl sesammjöl
2 dl hörfræ
2 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl FiberHusk
2 ½ tsk salt
2 dl gulrætur
5 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk matarsódi
¾ dl olía
½ dl vatn

IMG_6240

AÐFERÐ:

Blandaðu öllu saman í skál, settu blönduna í brauðform (með bökunarpappír) og bakaðu við 160° í klukkutíma. Voila!

IMG_6244

Verði þér að góðu!

IMG_6248

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.