Dagsferðir frá Reykjavík – Strandarferð

Þó að ágúst sé genginn í garð þá er nóg eftir af tækifærum til að skreppa úr bænum í áhugaverðar dagsferðir í góðu veðri. Við tókum saman fjórar ólíkar dagsferðir sem hægt er að fara í sumar, hvort sem er með vinum eða fjölskyldu. Hér er þriðja ferðin en í henni er hið magnaða Snæfellsnes skoðað!

STRANDARFERÐIN – 416 km

Snæfellsnesið er fullt af leyndardómum og náttúruperlum. Eitt fallegasta og fjölbreyttasta landslagið er þar að finna.

Leiðin: Keyrt er úr bænum í gegnum Mosfellsbæ, farið um göngin og keyrt í Borgarnes. Þar er tekinn afleggjari 54 við bæjarmörk út á Snæfellsnesið. Þá er keyrt með stoppum að Hótel Búðum en eftir það er farið yfir Fróðárheiði í átt að Grundarfirði. Áfram er svo keyrt í Stykkishólm. Á leiðinni heim er beygt til vinstri frá Stykkishólmi og haldið áfram á vegi 54 og svo beygt inn á veg 55 sem færir mann loks á veginn í Borgarnes og svo alla leið heim.

Taka með: tómar flöskur, sundföt, myndavél og góða skapið

Hugmyndir af stoppum:

       Ljómalind Borganesi – dásamleg verslun með mat úr héraði og handverki.

       Bjössaróló Borganesi– heimagerð leiktæki í fallegu umhverfi ef krakkar eru með í för.

       Landnámssetrið – tilvalið að fá sér góðan hádegismat.

       Safnahús Borgarfjarðar –  Börn í 100 ár er áhugaverð sýning.

       Ölkelda – Stoppa og fylla vatnsílátin af náttúrulegu kolsýrðu drykkjarvatni.

       Langaholt – Frábær matur ef svengdin kallar. Einnig mögnuð strönd.

       Lýsuhóll – sundlaugin er einstök enda fyllt með heitu kolsýrðu vatni.

       Hótel Búðir – gönguferð á ströndinni, heimsókn í krambúðina og heilsað upp á Nagla, hótelhundinn. Veitingar í boði á fallegu hótelinu.

       Leir 7, Stykkishólmi – Keramikverslun og verkstæði

       Kvöldmatur á Stykkishólmi – Borðað á einum af veitingastöðum bæjarins áður en haldið er heim á leið.


Ekki gleyma að taka með HandPicked Iceland kortin eða appið í ferðalagið nú eða nýja fallega Náttúrukortið okkar sem inniheldur 65 áhugaverðir staðir sem vert er að heimsækja og eru merktir inn á þetta handteiknaða náttúrukort.

Góða ferð!

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Taktu þátt í umræðunni