Svalandi sumarþeytingur

thumb_IMG_8504_1024 (1)

 

Þessi þeytingur varð til hjá mér seinasta sumar þegar mig langaði í eitthvað svalandi á heitum sólardegi. Þegar það er heitt í veðri finnst mér voðalega gott að græja mér þeyting enda fljótlegt, frískandi og þægilegt að grípa með sér ef maður er á ferðinni. Þessi þeytingur inniheldur alla aðal orkugjafa líkamans, þ.e. fitu, kolvetni og prótein ásamt allskyns nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og er því tilvalinn sem máltíð. Hann sló svo sannarlega í gegn á mínu heimili en við mæðgur drukkum hann nánast daglega allt sumarið og fengum aldrei nóg. Ég vona að ykkur finnist hann jafn góður og mér. Njótið!

Uppskrift:

2 dl kókosmjólk

2 dl frosin ananas

Gúrkubiti

½ banani

Lúka af spínati

Safi af hálfu lime-i

½ – 1 skammtur af vanillupróteini (val)

Nokkrir ísklakar

Allt sett saman í blandara og látið þeytast vel saman.

 

Verði ykkur að góðu!

Karítas

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal og skiplagsblöð komin úr fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Skrifað af

Karítas Hvönn er sveitastelpa frá Austurlandi. Hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir íþróttum og hefur stundað þær margar frá unga aldri. Síðastliðin ár hefur hún bæði æft og þjálfað crossfit en tekur nú sín fyrstu skref í bardagaíþróttum. Samhliða íþróttaiðkuninni hefur hún þróað með sér mikinn heilsuáhuga og er hálfnuð með BSc í Hnattrænni Heilsu- og Næringarfræði við Professionshøjskolen Metropol í Kaupmannahöfn. Karítas er nú í starfsnámi hjá Í boði náttúrunnar

Taktu þátt í umræðunni