Svalandi sumarþeytingur

 

Þessi þeytingur varð til hjá mér seinasta sumar þegar mig langaði í eitthvað svalandi á heitum sólardegi. Þegar það er heitt í veðri finnst mér voðalega gott að græja mér þeyting enda fljótlegt, frískandi og þægilegt að grípa með sér ef maður er á ferðinni. Þessi þeytingur inniheldur alla aðal orkugjafa líkamans, þ.e. fitu, kolvetni og prótein ásamt allskyns nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og er því tilvalinn sem máltíð. Hann sló svo sannarlega í gegn á mínu heimili en við mæðgur drukkum hann nánast daglega allt sumarið og fengum aldrei nóg. Ég vona að ykkur finnist hann jafn góður og mér. Njótið!

Uppskrift:

2 dl kókosmjólk

2 dl frosin ananas

Gúrkubiti

½ banani

Lúka af spínati

Safi af hálfu lime-i

½ – 1 skammtur af vanillupróteini (val)

Nokkrir ísklakar

Allt sett saman í blandara og látið þeytast vel saman.

 

Verði ykkur að góðu!

Karítas

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

HandPicked Iceland

Eru ferðabæklingar og app fyrir vandláta, gefið út af Í boði náttúrunnar skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Taktu þátt í umræðunni