Syndarlaus súkkulaðikaka

IMG_0158-2

Það er fátt huggulegra en að setjast niður með gott kaffi eða ískalda mjólk og kjamsa á ný bakaðri súkkulaði köku. Við rákumst á þessa uppskrift hjá Valdís og megum til með að deila henni með ykkur þar sem hún er bæði girnileg og holl. Hún er án hveitis, eggja og sykurs og því geta þeir með ofnæmi eða glúten óþol notið hennar líka. Svo er bara að toppa hana með smá rjóma fyrir mestu sælkerana.

Innihald: / 1 bolli hnetusmjör / 2 mjög þroskaðir bananar / 1/4 bolli hlynsíróp / 1/3 bolli kakóduft.

  1. Hitið ofninn í 180 gr.
  2. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvélina, þú þarft kannski að stoppa og skafa meðfram hliðunum en deigið er mjög klístrað og á að vera svoleiðis.
  3. Þegar allt er vel blandað saman þá seturðu deigið í muffinsform með skeið. Mér finnst best að bleyta skeiðina af og til út af deiginu.
  4. Þú ræður hvort þú brytur smá súkkulaði yfir.
  5. Inn í ofn í 12-15 mínútur og bíddu með að taka þær úr muffinsformunum þar til þær eru orðnar alveg kaldar.

Ég fann þessa litlu uppskrift á mywholedoodlife.com. Bara fjögur innihaldsefni. Þú ert fljótari að skella í svona en að keyra út í bakarí og kaupa sykursnúð.

 

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Dagatal 2018

NÝTT Dagatal fyrir árið 2018 innblásið frá náttúrunni kemur út í lok nóvember. Fallegt heima og á skrifstofuna skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Tögg úr greininni
, , , ,
Skrifað af

Valdís Sigurgeirsdóttir er móðir, eiginkona og flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur lengi haft mikinn áhuga á heilsu og heilsusamlegum mat og hefur m.a. stundað nám við Heilsumeistaraskólann. Hún ákvað í byrjun árs 2014 að gera tilraun til að minnka til muna sykur- og glútenmagn og bjó þá í kjölfarið til blogg sem hefur aldeilis slegið gegn: ljomandi.is þar sem hún deilir uppskriftum og heilsuráðum með einstaklega fallegu myndefni sem hún tekur sjálf, enda ferlega laginn áhugaljósmyndari. Instagram @ljomandi

Taktu þátt í umræðunni