10 ráð við kvíða

Árangursfræðingurinn Brian Tracy heldur því fram að um 96% af því sem við höfum áhyggjur af séu atriði sem við getum sleppt því að hafa áhyggjur af. Af því að þau munu ekki verða að veruleika!Þá er talað um að 4% af áhyggjuefnum okkar séu atriði sem líklegt er að gerist, en þar af séu um 2% sem við getum haft áhrif á og er mögulegt að koma í veg fyrir eða draga úr.Aðeins um 2% af áhyggjuefnunum séu atriði sem gangi eftir og við getum ekki, þó svo að við viljum, fengið neitt að gert.

10 RÁÐ VIÐ KVÍÐA 

1. Skrifaðu niður það sem veldur þér kvíða. Skrifaðu allt sem þér dettur í hug í nokkrar mínútur. Gerðu þetta helst í ró og næði þannig að þú getir einbeitt þér.

2. Veldu eitt atriði af kvíðalistanum og haltu áfram að vinna með það.
Lýstu þessu atriði sem nákvæmast.

3. Hvað óttast þú að muni gerast? Hvað er það allra versta sem getur gerst ef það sem þú skrifaðir í nr. 2 verður að veruleika?

4. Skrifaðu niður þau rök sem þú hefur fyrir því að það muni gerast?

5. Hvað getur þú gert – annaðhvort ein/n eða með aðstoð annarra – til að draga úr alvarleika þess sem þú óttast að muni gerast? Skrifaðu niður að minnsta kosti 8 atriði.

6. Skrifaðu niður áætlun til að hrinda því í framkvæmd, því sem þú telur að þú getir gert til að draga úr því sem þú er smeyk/ur við að gerist. Skrifaðu hvenær þú munir gera þetta.
Ef þér er persónulega um megn að ráða bót á aðstæðum skaltu hafa samband við einhvern sem þú treystir til að aðstoða þig. Leitaðu ráða.

7. Slakaðu vel á. Sjáðu fyrir þér hvernig þú vilt að hlutirnir þróist á jákvæðan hátt. Brostu. Þakkaðu fyrir(í hljóði eða upphátt) að allt hafi farið vel (þó svo að aðstæður hafi enn ekki breyst).

8. Skrifaðu niður lýsingu á því hvernig mál hafa þróast á ákveðinn og jákvæðan veg.
Gerðu þetta þó svo að aðstæður hafi enn ekki breyst. Hafðu lýsinguna í nútíð.

9. Útbúðu lítið minnisspjald eða veldu þér lítinn hlut sem þú hefur hjá þér til að minna þig á að þú sért að vinna í málinu.

10. Farðu strax að vinna í að breyta þróun mála.

Ef þú vilt fá meiri ábendingar hjá varðandi kvíðastjórnun, þá skaltu senda póst á coach@coach.is Lýstu í hverju vandi þinn liggur, hvað valdi þér kvíða, hvenær og við hvaða aðstæður sérstaklega.

Nánari upplýsingar á jona@namstaekni.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.