Sex vinsælustu vörur Rapunzel

rappi

Þýska fyrirtækið Rapunzel sem er þekkt fyrir frumkvöðlastarfsemi, ræktun og framleiðslu á lífrænum vörum er fyrirtæki mánaðarins á ibn.is. Áhugi fyrir lífrænum vörum fer stöðugt vaxandi hér á landi en Rapunzel er meðal þeirra merkja sem við höfum þekkt og notað hvað allra lengst á því sviði. Hér fyrir neðan deilum við með ykkur sex vinsælustu vörunum frá Rapunzel sem hafa slegið í gegn hjá landanum og líka hjá okkur. Vörurnar eiga það ekki einungis sameiginlegt að vera lífrænar heldur eru þær líka einstaklega bragðgóðar og hægt að nýta á marga vegu, hvort sem það er í matargerð, sem millimál eða eftirréttur.

Nr 1. 85% vegan súkkulaði

Þetta súkkulaði sést ansi oft á skrifstofu Í boði náttúrunnar og margir sem við þekkjum fá ekki nóg af því. Sjúklega gott súkkulaði sem er ekki eins biturt og mörg önnur sem innihalda svona mikið kakó 

1

Nr 2. Crispy mjólkursúkkulaði

Þetta súkkulaði hefur verið í uppáhaldi landans lengi, enda er það mjög gott. Það er krispí og bráðnar í munninum… mmmm!

2

Nr 3. Hvítt súkkulaði m/kókos

Lífrænu sætindin frá Rapunzel hafa greinilega slegið í gegn hér á landi. Hvítt súkkulaði með unaðslegu kókosbragði, gott eitt og sér og í bakstur og eftirrétti.

3

Nr 4. Þurrkað mangó 

Þetta mangó er ótrúlega gott og slær á sykurlöngun. Hollt og gott snarl, enginn viðbættur sykur

4

Nr 5. Sólblómasmjör vegan 

100% vegan smjör sem er gott á brauð og í bakstur en hentar síður til steikingar. Bragðið er virkilega gott.

5

Nr 6. Döðlusíróp 

Meiriháttar nýjung sem á sér enga hliðstæðu, eingöngu búið til úr döðlum (75%) og vatni (25%) og er gott í bakstur, te, út á pönnsur og vöfflur, út á jógúrt, í eftirrétti, í smoothie og svona mætti lengi telja.

6

 

Rapunzel vörur fást meðal annars í Víði, Fjarðarkaup, Nettó og Hagkaup.

MEIRA RAPUNZEL:

Fáðu uppskrift af heilsusamlegum lífrænum spagettírétti HÉR

Fáðu uppskrift af lífrænum andlitsmaska HÉR

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

Tögg úr greininni
, , , ,
Skrifað af

Í boði náttúrunnar er vandað tímarit sem var stofnað árið 2010. Vefur tímaritsins ibodinatturunnar.is var settur á laggirnar til þess að dreifa góðum boðskap til stærri hóps. Við viljum bæta lífsgæði fólks með því að efla tenginguna við náttúruna með fróðleik og innblæstri. Með þessari tengingu stuðlum við að meiri sjálfbærni og heilbrigði.

Taktu þátt í umræðunni