Jógastaða vikunnar

jógastaða tré

TRÉ: Vrikshasana

Hugurinn flýgur með okkur um víðan völl og áreyti og hraði nútímans geta orsakað einbeitingarskort og eirðarleysi. Jafnvægisstöður í jóga eru frábærar til að jarðtengja okkur, styrkja líkamann og einbeitinguna. Jafnvægið okkar er mjög misjafnt frá degi til dags, innra sem ytra. Lífið er eilíf leit að jafnvægi!
 
STAÐAN: Stattu í beinni stöðu eins og fjall með hendur niður með síðum. Beygðu svo hægra hnéð og settu fótinn hátt upp á vinstra lærið. Þrýstu ilinni vel að læri og lærinu á móti haltu vinstri fótlegg beinum. Augun eru opin og þú horfir á sama punktinn allan tímann. Þegar jafnvægið er komið lyftirðu höndunum rólega upp með lófana saman (Namaste mudra) Finndu beinan hrygginn  lengjast eins og mjúkt teygjuband. Öndunin er djúp og róleg og gott að brosa mjúku búddabrosi. Með rólegri fráöndun kemurðu með hendur niður og síðan fótinn. Gott er að standa augnablik á báðum fótum með lokuð augun og þiggja áhrifin áður en þú skiptir um hlið. Finndu þig sem tré með djupar rætur!
 
ÁHRIF: Eins og margar jógastöður, er tréð frábær staða fyrir bæði líkama og huga. Tréð er jarðtengjandi og bætir í senn innra og ytra jafnvægið. Tréð styrkir læri, kálfa, ökkla og hrygginn. Teygir á nára og innanlærum og opnar bringu og axlir,  Kyrrlát augu styrkja jafnvægi og einbeitingu. Dásamlegt er að gera tréð úti í náttúrunni. Ef ekki þá geturðu ímyndað þér að þú sért úti í guðsgrænni náttúrunni, tengd/ur við himinn og jörð.
Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Tögg úr greininni
, ,
Skrifað af

Auður Bjarnadóttir, hefur kennt jóga síðan 2000. Árið 1999 tók hún sitt fyrsta kennarapróf, hatha/ashtanga í “Mount Madonna” í Kaliforníu. Meðgöngujóganámið hófst í Seattle árið 2000, á Kripalu Center árið 2002 og hjá hinni víðfrægu Gurumukh ‘Khalsa Way’ árið 2005. Auður útskrifaðist sem Kundalini jógakennari árið 2005 í New Mexico. Hún er einnig með kennararéttindi í Yoga Nidra og Yoga Therapíu frá Amrit Institute í Florida. 2012 útskrifaðist sem Dáleiðslutæknir haustið 2012 frá The International School of Clinical Hypnosis. Auður hefur sérhæft sig í meðgöngujóga og fæðingarfræðum og tók Doulu námi hjá Hönd í Hönd 2011. Hún er í framhaldsnámi í Kundalini jóga og sömuleiðis Sat Nam Rasayan heilunarnámi.