Austfirsku alparnir

Austfirðir, Austurland

Á ÞESSU KORTI MÁ FINNA NOKKRAR NÁTTÚRUPERLUR OG HANDVALDA STAÐI SEM VIÐ HJÁ ÍBN MÆLUM MEÐ ÞEGAR FERÐAST ER UM AUSTURLAND OG AUSTFIRÐI.

NÁTTÚRUPERLUR

1 Innra-Hvanngil
Í þessu fallega gili innarlega í Njarðvík finnur bæði listamaðurinn og jarðfræðingurinn innblástur.  Samspil ríólíts og blágrýtis skapar heillandi mynstur og litbrigði.
Vegur 94

2 Hafnarhólmi
Í hólmanum í Borgarfirði eystri, þar sem einnig er smábátahöfn, er góð aðstaða til fuglaskoðunar. Upplagt er að fara með börn því auðvelt er að komast í návígi við lundana sem hreiðra um sig í klettunum.
Vegur 94

3 Stórurð
Magnað sjónarspil sléttra grasbala, túrkísblárra tjarna og risavaxinna bjarga blasir við eftir rúmlega tveggja tíma göngu að Stórurð. Yfir þessu öllu gnæfa svo stórbrotin Dyrfjöllin.
Vegur 94

4 Páskahellir
Hellisskúti í flæðarmálinu sem brimið hefur sorfið inn í björgin, skammt frá Norðfjarðarvita. Í hellisveggjum eru hringlaga holur eftir forn tré sem hraun hefur runnið yfir. Þar eiga bjargdúfur sér athvarf.
Bakkavegur, Neskaupstað

5 Hengifoss
Það er um klukkutíma ganga að þessum magnaða fossi. Hann er umlukinn háum klettaveggjum með áberandi rauðum jarðlögum. Þar voru forðum skógar sem hraun rann yfir og rauði liturinn stafar af brenndum viðnum.
Vegur 933

6 Hallormsstaðarskógur
Stærsti og elsti skógur landsins sem hefur að geyma yfir 70 trjátegundir. Um leið og skógurinn var friðaður, um aldamótin 1900, var hann jafnframt gerður að þjóðskógi Íslendinga. Friðunin var fyrsta skref þjóðarinnar í átt að náttúruvernd.
Vegur 931

7 Gerpir
Til að líta þennan austasta odda landsins augum er keyrt eftir vegarslóða að Vöðlavík þar sem njóta má einveru í fallegu umhverfi.
Vegur 958

8 Fjaran við Þvottárskriður
Ótrúlega falleg og myndræn strönd með einum risastórum kletti í fjöruborðinu. Hér er frábært að leika sér við öldurnar.
Þjóðvegur 1

LAUGAR OG SPA

9 Baðhúsið
Lítil og falleg heilsulind í Gistihúsinu Egilsstöðum með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði. Í búningsherbergi færðu bæði slopp og handklæði. Tilvalið að koma hér í svolítið dekur og fá sér svo að borða á einum besta veitingastað landsins á eftir.
Egilsstaðir 1, Egilsstöðum
471 1114 / gistihusid.is/heilsulind

10 Vök Baths
Í fyrsta skipti á Íslandi er hægt að baða sig í fljótandi heitum laugum út í köldu vatni, eða nánar tiltekið í Urriðavatni.  Einnig er stór heitur pottur á ströndinni, köld úðagöng, gufubað og á Vök bistro er lögð áhersla árstíðabundin matseðil og sjálfbærni. 
Urriðavatn / Egilsstaðir (dreifbýli)
470 9500 / vok-baths.is

11 Selárdalslaug
Í fallegu gljúfri við bakka Selár er notaleg laug sem er rómuð fyrir umhverfi sitt. Hún var byggð af félagsmönnum í Ungmennafélagi Vopnafjarðar og vígð árið 1950. Við laugina er stór sólpallur og nestisaðstaða ásamt heitum potti og barnalaug.
Selárdal, Vopnafirði (dreifbýli)
473 1499

TJALDSTÆÐI

12 Berunes
Á norðurströnd Berufjarðar er notaleg ferðaþjónusta sem býður upp á gistingu í umhverfisvottuðu farfuglaheimili, kósí veitingastað með gæðamat og lítið og notalegt tjaldsvæði. Gamli tíminn fær að halda sér í gömlu húsunum og skapar einstaka stemningu í bland við austfirska náttúru eins og hún gerist best.
Berunesi 1, Djúpavogi
478-8988 / berunes.is

13 Stóra-Sandfell
Gamalgróin fjölskyldurekin ferðaþjónusta á Stóra-Sandfelli þar sem hægt er að tjalda í fallegu og notalegu skóglendi. Í gegnum tjaldsvæðið rennur Krókslækur sem er uppsptretta skemmtilegra ævintýra. Á staðnum eru einnig spennandi reiðtúrar í boði og freistandi gönguleiðir í fögru umhverfi.
Stóra-Sandfelli 3, Skriðdal, Egilsstöðum
471 2420, 661 3552, 661 4457

14 Hallormsstaðarskógur
Í skóginum eru tvö tjaldsvæði, í Atlavík og Höfðavík. Bæði svæðin eru við Lagarfljót, skjólsæl og notaleg, umlukin birkiskógi en opnast við vatnið þar sem gaman er að vaða og fleyta kerlingar. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði þar sem finna má ótal merktar gönguleiðir.
Hallormstaður, Egilsstöðum (dreifbýli)
470 2070, 849 1461

15 Borgarfjörður eystri
Tjaldsvæðið er á stórri og snyrtilegri flöt, staðsett fyrir ofan þorpið í skjóli kletta sem nefnast Álfaborg og er álfadrottningin Borghildur talin búa þar. Hægt er að ganga frá tjaldsvæðinu upp á Álfaborgina en þaðan er gott útsýni og hringsjá.
Álfaborg, Borgarfirði eystri
472 999  / 857-2005

VEITINGAR

16 Hótel Framtíð
Hlýlegur veitingastaður með útsýni yfir höfnina og litríka fiskibáta. Það ætti ekki að koma á óvart að réttur dagsins er iðulega veiði dagsins hvort sem það er þorskur, silungur, lúða, koli eða ýsa. Hér fást líka ansi góðar pítsur fyrir þá sem eru ekki í stemdir fyrir fisk.
Vogalandi 4, 765 Djúpavogi
478 8887, 478 8187 / hotelframtid.com

17 Havarí
Listræn, skapandi hugsun og landbúnaður koma saman í þessu indæla sveitakaffihúsi á lífræna bóndabænum að Karlsstöðum. Tónlistarfólk á staðinn og rekur Havarí kaffihús, gistiheimili og veislusal þar sem haldnir eru tónleikar og sýningar. Þau rækta sinn eigin mat, og eru m.a. framleiðendur Bulsa – grænmetispylsanna. Fylgstu með þeim og þú gætir hitt á tónleika með uppáhalds íslensku hljómsveitinni þinni hjá þeim.
Karlsstöðum, Djúpivogur
663 5520 / havari.is

18 Sesam brauðhús
Framsækið handverksbakarí í hjarta Reyðarfjarðar með góð súrdeigsbrauð úr fjölbreyttum hráefnum, t.d. íslensku byggmjöli. Hér er líka gott sætabrauð og boðið er upp á heita rétti í hádeginu. Hér er gott úrval af gúmmelaði fyrir alla svanga ferðalanga.
Hafnargötu 1, Reyðarfirði
475 8000 / sesam.is

19 Eldhúsið Restaurant
Á bökkum Lagarfljóts má finna hið sögufræga hótel, Gistihúsið Egilsstöðum, en veitingastaðurinn á hótelinu hefur hlotið mikið lof. Hráefnið er fyrsta flokks og að mestu úr nágrenninu, en í boði eru bæði hefðbundnir íslenskir réttir í nútímalegum búningi og framsæknari matargerð. Sagan segir að hér megi fá bestu lambakjötsrétti Íslands þótt víða væri leitað – en það er aðeins ein leið til að sannreyna það!
Egilsstöðum 1-2, Egilsstöðum
471 1114 / gistihusid.is

20 Hótel Hallormsstaður
Staðsett í í miðjum Hallormsstaðaskógi, sem er stærsti skógur landsins. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði og allt um kring eru einstaklega fallegar gönguleiðir. Hótelið er þekkt fyrir glæsilegt kvöldverðarhlaðborð með dásamlegum réttum sem gerðir eru úr hráefni úr nágrenninu. Einnig er tilvalið að koma við eftir göngu, njóta útsýnisins og slaka á yfir kaffi og sætum bita, eða léttum réttum.
Hallormsstaður, Egilsstöðum (dreifbýli)
470 0100, 471 2400 / 701hotels.is

21 Asparhúsið Vallanesi
Í þessu einstaka viðarhúsi sem byggt er úr öspum úr skógrækt Vallaness má finna verslun og veitingar að hætti Móður jarðar – lífræn matvara, grænmeti og kornvörur, olíur, sultur, aldinmauk o.fl. allt framleitt á staðnum. Gæddu þér á ljúffengum grænmetisréttum og árstíðarbundnu grænmeti, nú eða hinum fræga morgungraut úr íslensku byggi!
Vallanesi, Egilsstöðum (dreifbýli)
471 1747 / vallanes.is

22 Klausturkaffi
Íslensk matargerð með áherslu á hráefni frá Héraði. Prófaðu ljúffengar hreindýrabollur með hvannarsultu, hrútaberjaskyrtertu eða lerkisveppasúpu. Alla daga sumarsins er girnilegt hádegishlaðborð og dýrindis kaffihlaðborð með heimabökuðu brauði og kökum. Einnig eru réttir í boði fyrir grænkera og glútenlausa.
Skriðuklaustri, Egilsstöðum (dreifbýli)
471 2992 / skriduklaustur.is

23 Skaftfell Bistro
Á Skaftfelli er veitingahús sem innréttað er í anda Dieter Roths, enda hefur Dieter Roth akademían aðsetur á efri hæðinni. Stemningin er afslöppuð og vinsæl meðal ungra heimamanna og ferðamanna. Á krana er bjór sem bruggaður er á svæðinu og bragðast hann vel með sjávarréttapítsunni.
Austurvegi 42, Seyðisfirði
4721633

24 Aldan Hótel
Einfaldlega framúrskarandi matur! Á árstíðabundnum matseðlinum má finna það besta sem Ísland hefur fram að færa á hverjum tíma, hvort heldur það er lamb, hreindýr, nautakjöt eða nýveiddur fiskur. Í salötunum er lífrænt ræktað grænmeti frá Vallanesi, og á haustin mæta villtir sveppir á seðilinn ásamt nýtíndum berjum og kryddjurtum. Ekki spillir stemningin fyrir í þessu sögufræga húsi.
Norðurgötu 2, Seyðisfirði
472 1277 / hotelaldan.com

VERSLUN

25 Kaupfjélagið
Þú ferðast aftur í tímann þegar þú gengur inn í Kaupfjélagið. Hér er kaffihús, matvöruverslun og minjagripaverslun á einum stað. Eins og í gamla daga færðu allt milli himins og jarðar hér, hvort sem það er nýbakað brauð, nýveiddur fiskur, ólífur, gaskútur, póstkort, ís, kaffi eða léttur málsverður, eins og t.d. fiskur og franskar eða klassískar kótilettur.
Sólvöllum 25, Breiðdalsvík
475 6670 / breiddalsvik.is

26 Fjóshornið Egilsstöðum
Kósí kaffihús með áherslu á hráefni úr eigin framleiðslu ásamt sölu beint frá býli. Hægt er m.a. hægt að fá nautakjöt, hamborgara, fetaost, jógúrt eða gamaldags skyr úr Egilsstaðakúnum, sem sjá má á sumarbeit í nágrenninu.
Egilsstöðum 1, Eiðar, Egilsstöðum
471 1508 / Facebook

27 Kjöt- og fiskbúð Austurlands
Humar, risarækjur, risahörpuskel, ýsa, þorskur, lax, regnbogasilungur, keila, langa, skötuselur, skötu, ufsa, siginn fiskur, hrogn og lifur. Allt spriklandi ferskt, nánast beint úr bátnum. Jú svo er líka hægt að fá austfirskt lamb og nautakjöt á grillið.
Kaupvangi 23b, Egilsstöðum
471 1300 / Facebook

28 Hús handanna
Hér finnur þú fjölbreitta flóru af íslenskri vöruhönnun, list, handverki og austfirskum krásum sem mikið til er framleitt á svæðinu. Þetta er umhverfisvæn lífstílsverslun, staðsett í hjarta Egilsstaða.
Miðvangi 1-3, Egilsstöðum
471 2433 / Facebook

MENNING

32 Íslenska stríðsárasafnið
Á safninu er sett fram afar áhugaverð mynd af liðnum tímum, þegar 3000 hermenn komu til landsins í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir voru tíu sinnum fleiri en heildaríbúatala Íslands og höfðu heldur betur áhrif á menningu og samfélag. Safnið er í upprunalegum bröggum ofan við bæinn og er vel þess virði að heimsækja.
Heiðarvegi 37, Reyðarfirði
470 9063 / fjardabyggd.is

33 Skriðuklaustur – menningarsetur og sögustaður
Gunnar Gunnarsson skáld lét byggja þetta herragarðshús að þýskri fyrirmynd árið 1939 í fögru umhverfi í Fljótsdal. Við menningarsetrið eru rústir munkaklausturs frá 16. öld. Í húsinu eru sögulegar sýningar og listsýningar og hægt er að fá leiðsögn um safnið. Hér er líka dásamlegur veitingastaður á neðri hæð og hægt að sitja úti í góðu veðri.
Skriðuklaustri, Egilsstöðum (dreifbýli)
471 2990 / skriduklaustur.is

34 Skaftfell menningarmiðstöð
Listalífið blómstrar á Seyðisfirði og er Skaftfell hluti af ástæðunni. Starfsemin er helguð myndlist með áherslu á sjónlistir og samtímalist. Sýningar eru í gangi allt árið og þarna eru gestavinnustofur fyrir listamenn og kaffihús með góðu myndlistarbókasafni. Hér eru sýningar allt árið um kring og alltaf eitthvað að gerast!
Austurvegi 42, Seyðisfirði
472 1632 / Facebook

35 Sænautasel
Á Jökuldalsheiði er bærinn Sænautasel, sem var í byggð í eina öld en er núna safn og kaffihús í aðeins 5 km fjarlægð frá þjóðveginum. Á svæðinu voru byggðir sextán bæir sem flestir lögðust í eyði í Öskjugosi 1875. Margir telja að héðan sé komin fyrirmyndin að heiðabúskapnum hjá Bjarti í Sumarhúsum úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Ekki fara frá þessum einstaka stað nema fá kaffisopa og hinar vinsælu heimabökuðu lummur.
Merki, Egilsstöðum (dreifbýli)
853 6491 / Facebook 

TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGAR UM ÞESSA OG FLEIRI HANDVALDA STAÐI UM ALLT LAND ÞÁ ERUM VIÐ MEÐ APP – HandPicked Iceland (fyrir iPhone)

Hægt er að kaupa handteiknað Íslandskort (allt Ísland) á vefnum, ibn.is – KAUPA.

Kortið fylgir FRÍTT með sumar blaðinu ef þú kemur í áskrift og villt fá grænan og heilbrigðan innblástur í pósthólfið þitt 3-4 sinnum á ári (1.979 pr sending).
ÁSKRIFT JÁ TAKK!

 

1 athugasemd

Lokað er fyrir athugasemdir