Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er Kundalini jógakennari, jógískur ráðgjafi, heilari, Bowentæknir og nemi í jógísku heilunarleiðinni Sat Nam Rasayan. Hún hefur einnig lært og starfar við grafíska hönnun og myndlist og gaf Salka út hennar fyrstu hugleiðslubók sem nefnist Hin Sanna Náttúra. Gongið og gítarinn eru iðulega hluti af jógakennslunni enda rík hljóðheilunar- og möntrutónlistarhefð í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hún hefur starfað við náttúrulegar meðferðir til bættrar heilsu um árabil, kennt börnum í grunnskóla, fjölskyldujóga og hefðbundið Kundalini jóga í jógasal Ljósheima. Hún þróaði og hefur kennt jóga í vatni í nokkur ár ásamt því að kenna meðgöngujóga í vatni hjá Græna Lótusnum.