BORGARFERÐ í boði HandPicked

Í þau þrjú ár sem ég hef gefið út og handvalið inn á HandPicked Reykjavík-kortin og appið hefur sjaldan verið eins mikil gróska í nýjum og áhugaverðum veitingastöðum, verslunum og afþreyingu.

Hér geta lesendur séð nýjasta nýtt í miðbæ Reykjavíkur sem vonandi kveikir í einhverjum að fara í skemmtilega borgarferð!

lifestyle-7

MÓI – lífræn barnaföt

Íslenskt hönnunarteymi hefur skapað fallegan heim í kringum Móa-barnafötin sem unnin eru úr lífrænni bómull og því einstaklega mjúk og þægileg. Þessi litla verslun/vinnustofa var opnuð í febrúar og þar fást föt á bæði stelpur og stráka frá 0 til 12 ára. Frábær kostur fyrir þá sem vilja kaupa íslenska vöru byggða á góðu siðferði. Og ekki spllir fyrir hvað flíkurnar eru smart!
Óðinsgata 1 / 436 1144 / moi-kidz.com/is

12241438_898765090220452_5317882837790681211_n

SKÚMASKOT — list og hönnun

Í húsnæði gömlu Rúmfatabúðarinnar er komin ný verslun, en að henni standa tíu konur sem eru annaðhvort listamenn eða hönnuðir og úr verður frábær blanda af vönduðum handgerðum hlutum. Allt frá skartgripum, fötum, málverkum, óróum og ljósskúlptúrum. Þær vinna sjálfar í búðinni og því er þjónustan einstaklega persónuleg og gefandi. Einnig er lítið gallerí í búðinni með síbreytilegum sýningum.
Skólavörðustígur 21 / 663 1013 / facebook

9649zhku

RAUÐI KROSSINN — spariföt

Það er gaman að geta verslað og lagt eitthvað til góðra málefna í leiðinni, ásamt því að stuðla að frekari endurnýtingu. Í nýrri búð Rauða krossins við Bergstaðastræti er búið að handvelja einstakar flíkur og fylgihluti. Þetta er sem sagt sparifata/smartfata búðin þeirra! Útlitið og hönnunin er líka orðin svo flott að manni dettur ekki í hug að maður hafi dottið inn í „secondhand“ búð. 
Skólavörðustígur 12 / 544 4411 / raudikrossinn.is 

FL+ëTTA 6

ORRIFINN JEWELS

Í litlum en sjarmerandi kjallara á Skólavörðustíg má finna hönnunarteymið og hjónin Orra og Helgu sem saman hanna undir nafninu „Orrifinn Jewels“ fyrir jafnt konur sem karla. Þau vinna mikið með hversdagslega hluti, t.d. verkfæri, og vísa þannig í táknrænt hlutverk þeirra um leið og gripirnir eru óður til hversdagshetjunnar.
Skólavörðustígur 17a / 661 5098 / Facebook

DSC07874

KITCHEN & WINE

Veitingastaðurinn í 101 Hótel hefur fengið nýtt nafn, Kitchen & Wine, auk þess sem hinn þekkti meistarakokkur Hákon Már Örvarsson er tekinn við. Þar reiðir hann fram girnilegan mat í Miðjarðarhafsstíl í bland við íslenskan. Hvort sem það er svo humar, hamborgari eða fiskur dagsins sem þig lystir, geturðu treyst á fjölbreytt úrval góðra víntegunda til að dreypa á með. Fyrirtaksþjónusta og gott andrúmsloft fullkomnar síðan heildarupplifunina.
Hverfisgata 10 / 580 0101 /101hotel.is

matur-drykkur-2015-97

MATUR OG DRYKKUR — Veitingastaður

í gömlu frystihúsi úti á Granda hafa meistarakokkurinn Gísli Auðunsson og fleiri opnað nýjan veitingastað sem byggir á gömlum hefðum en með nútímasnúningi. Gísli styðst við matreiðslubókina hennar Helgu Sigurðar, Matur og drykkur, sem allir komnir yfir miðjan aldur ættu að þekkja. Hádegismaturinn er einfaldlega frábær mömmumatur á góðu verði og á kvöldin er hægt að velja sér skemmtileg ferðalög í matarupplifun ásamt heimagerðum kokteilum með keim af íslenskri náttúru.
Grandagarður 2 / 571 8877 / maturogdrykkur.is

bergsson-RE

BERGSSON – Mathús

Nýlega opnaði Bergsson mathús nýjan stað á annarri hæð í húsnæði Sjávarklasans. Með frábært útsýni yfir höfnina er nú hægt að gæða sér á þeirra heilsusamlega og góða mat, auk þess sem þeir hafa bætt góðum fiskréttum á matseðilinn, sem er jú viðeigandi! Frábær hádegisverðarstaður á skemmtilegum stað.
Grandagarður 16 / 571 1822 / bergsson.is

Mynd2_kaffislippur

KAFFI SLIPPUR – Kaffi

Lítil falin perla sem er komin á uppáhaldslistann okkar. Í kósí stemningu með arni í miðju rýminu getur þú notið þess að drekka hágæðakaffi, chia latte eða Omnom heitt súkklaði! Morgunverðurinn þeirra, ristað súrdeigssbrauð með lárperu ofan á og heilsuskoti, er nokkuð sem allir ættu að prófa.  Á fimmtudagskvöldum er hægt að njóta lifandi tónlistar og rúlla svo yfir á Slippbarinn ef allir eru í stuði!
Mýrargata 2 / 560 8060 / kaffislippur.is

Brautarholt-5

REYKJAVÍK ROASTERS – KAFFIHÚS

Góða kaffið þeirra er nú hægt að nálgast á tveimur stöðum. Reykjavík Roasters hafa opnað nýtt kaffihús í Brautarholti, á móts við Listaháskólann. Nýja rýmið er stærra og nútímalegra en á Kárastíg, þar sem þeir hafa verið um nokkurt skeið. Báðir staðirnir eiga það þó sameiginlegt að vera virkilega notalegir og ilmurinn af nýristuðum kaffibaunum liggur í loftinu. Margverðlaunaðir kaffiþjónar rista og mala sitt eigið kaffi á staðnum og það er einnig hægt að kaupa til að hella upp á heima.
Brautarholt 2 / 517 5535 / reykjavikroasters.is

20929687321_6d9d58683a_b

BJÓRGARÐURINN – bjór og meððí!

Í hinu risavaxna Fosshóteli í Þórunnartúni (v/Borgartún) leynist bjórveröld sem kemur skemmtilega á óvart. Með einstaklega skemmtilegri og frumlegri hönnun staðarins hefur náðst að skapa smart umhverfi sem fyrir bjóráhugafólk er algert himnaríki. Það sem kemur líka skemmtilega á óvart var hvað matseðillinn er góður og frumlegur og passar vel við bjórinn. Við erum að tala um pulsubar með skemmtilegu tvisti, rif, fish & chips og annað góðgæti á einstaklega góðu verði.
Þórunnartún 1 / 531 9030 / beergarden.is

braud

BRAUÐ & CO – LÍFRÆNT BAKARÍ

Ekki missa af þessu frábæra, nýja og lífræna bakaríi í miðbænum. Sjáðu handverksbakara beita töfrum sínum, innblásnum af gömlum hefðum og einfaldleika. Sérgrein þeirra er súrdeigsbrauð sem mokast út nánast beint úr ofninum, en þarna fæst einnig sætmeti eins og kanilsnúðar og vínarbrauð. Þau opna snemma svo að morgunhanar koma ekki að lokuðum dyrum!
Frakkastígur 16 / 776 0553 / braudogco.is

eitt leiðir af öðru

GALLERY GAMMA – NÚTÍMALIST

Þetta einkarekna gallerí veitir innsýn í íslenska nútímalist og vekur athygli á listamönnum yngri kynslóðarinnar. Það er enginn aðgangseyrir og opið virka daga kl. 9-16. Yfirleitt eru fjórar sýningar opnaðar á ári hverju. Við mælum með heimsókn í þetta metnaðarfulla gallerí sem staðsett er í einu fallegasta hverfi miðbæjarins. 
Garðastræti 37 / 519 3300 / gallerygamma.is

————–

app_mynd

Einnig er hægt að ná í HandPicked Iceland-appið fyrir i-phone. Þá hefur þú þessa staði og miklu fleiri í hendi þér þegar þig vantar góðar hugmyndir; hvort sem það er í Reykjavík eða úti á landi. Lestu meira um HandPicked á vefsíðunni HÉR

 

————

Texti: Guðbjörg Gissurardóttir
Myndskreyting: Elísabet Brynhildardóttir

1 athugasemd

  • Krydd og Tehúsið, Þverholti 7, er staður sem þið ættuð að skoða!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *