febrúar, 2016

7feb11:00- 12:00FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR // OPNUNARHÁTÍÐ Í RÁÐHÚSINU- ekki missa af þessu!

Upplýsingar um viðburð

Djúphljóðbylgju-hugleiðsla leidd af Vinnslunni listhóp:

Leiðin og leitin að hinu sammannlega liggur í gegnum undirmeðvitundina. Hóphugleiðsla Vinnslunnar er rannsóknarferðalag um hana. Munum við leiða þáttakendur hugleiðslu ferðalag með því að spila ákveðnar hljóðbylgjur (binaural beats, solfeggio frequencies, Isotronic tones, alpha, delta, theta, og gamma bylgjur) í von um að fá svör frá undirmeðvitundinni. Hugleiðslan tekur 30 mínútur. Eftir hugleiðsluna hefur þáttakandi val um að skrifa sýnir sínar niður. Með því að taka þátt í þessari leiddu hóphugleiðslu gefst almenningi kostur á að taka beinan þátt í sköpun á nýjasta sviðlistarverki Vinnslunnar og leggja til efnivið (valfrjálst). Að sama skapi er rannsóknarspurningin beintengd inn í innsta eðli manneskjunnar sem allir geta tengt við og er því von okkar að fólk fari heim endurnært með áhugaverða myndræna upplifun eftir daginn.

Þáttakendur eru beðnir um að taka með sér yogadýnu eða teppi.
Um Vinnsluna:

Vinnslan er listahópur stofnaður í Reykjavík árið 2012. Hópurinn er samansettur af sjö listamönnum úr mismunandi listgreinum sem leggur áherslu á að skapa og setja upp verk sem ganga þvert á listform. Þau vinna með óhefðbundnar nálganir á listformin sem þróar þverfaglega listræna sýn – nýbreytni í sýningarrýmum, miðlun til áhorfendans, gagnvirkni og sköpun.

 

www.vinnslan.is 

Tími

(Sunnudagur) 11:00 - 12:00

Heimilisfang

Ráðhús Reykjavíkur

Tjarnargata 11, 101 Reykjavík

Taktu þátt í umræðunni