september, 2016

8sept18:00- 21:00Ljómandi 11 - fjögur skipti með Þorbjörgu Hafsteins

Upplýsingar um viðburð

LJÓMANDI á 10 hópa afmæli ! Við höldum upp á þetta í 4 vikur og byrjum besta námskeið í bænum 31. ágúst!  Nú núllstillum við okkur saman í ágúst og í september og finnum jafnvægið, verðum sykurlaus og full af orku. Þetta verður æði! Það eru 400 Ljómandi félagar allavega sammála um!

LJÓMANDI 10 með Tobbu er 4 vikna heilsu- og lífsstíls námskeið. Þar kennir Þorbjörg þér mikilvægt og hagnýtt efni sem viðkemur góðu lífi. Það eina sem þú þarft að gera er að taka eftir og gera eins og hún segir! Rétt samsett og hreint mataræði og samskipti virkra næringarefna er rauði þráðurinn í kennslunni.

Líkamleg og andleg heilsa er undir ýmsum þáttum komin. Orkan, brennslan, efnaskiptin, hormónar og meltingin. Heilinn, boðefnin og gleðin. Við vinnum í að stöðuhækka allt þetta á LJÓMANDI! Viku eftir viku finnur þú jafnvægið eflast og allar frumur líkamans fá það allra besta. Þar sem áður var stífla, streita og þreyta verður flæði, kyrrð og orka. Það gefur ný tækifæri og aðra möguleika á að skilgreina sjálfa þig. Þú verður léttari á líkama og í lund, orkumeiri og glaðari og flæðið í toppi eftir detoxið!

Það verður lokaður facebook hópur á meðan námskeiðinu stendur.

Þorbjörg er menntaður hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti frá Institut for Optial Ernæring (Institut for Optimum Nutrition), Life Coach (lífsráðgjafi) frá Mindjuice i Kaupmannahöfn, Yoga kennari frá Yoga Shala Reykjavík, endurmenntuð í Háskóla Íslands í Hugrænni Athyglismeðferð og Mindfullness. Þorbjörg hefur i 15 ár verið tengd Institut for Functional Medicine í USA. Þorbjörg hefur 25 ára starfsreynslu í næringarþerapíu, og kennslu í næringu og heilsutengdu efni. Hún heldur námskeið og fyrirlestra um allan heim. Þorbjörg er metsöluhöfundur 5 bóka um heilsu og næringu og hið góða líf m.a. 10 árum yngri á 10 vikum sem er fáanleg á 7 tungumálum.
Dagsetningar
Miðvikudagarnir 31. ágúst, 7. sept, 14. sept og 21. sept.

Gló Fákafeni frá kl 18-21

Gló býður upp á 10% afslátt á vörum og bætiefnum.

Tími

(Fimmtudagur) 18:00 - 21:00

Heimilisfang

Gló Fákafeni

Fákafen 11

Umsjón

Sölvi Pétursson/solvi@glo.is

Taktu þátt í umræðunni