Vissir þú að bambus er sjálfbær, umhverfisvænn og svo hraðvaxta að hann getur vaxið um næstum metra á sólarhring? Og að hægt er að nota hann í fatnað, klósettpappír, báta, eldhúsáhöld og ótalmargt fleira sem við notum í daglegu lífi? Bambusinn er einnig nýttur í matargerð og hann er þekkt lækningajurt, t.d. til að græða sár. Svo er bambus bakteríudrepandi frá náttúrunnar hendi.
Bambus er ekki trjátegund líkt og margir halda, heldur er hann af grasaætt og vex hraðast af öllum grösum í heimi. Hann gefur frá sér um þrjátíu prósent meira af súrefni en tré og er því mikilvægur fyrir framleiðslu á súrefni og kolefnisjöfnun í heiminum. Um átta þúsund ár eru frá því að byrjað var að nýta bambus en með nýrri tækni er nú hægt að búa til hágæðatextíl úr þráðum hans, sem notaður er í þægilegan fatnað.
Þægilegur og sjálfbær fatnaður úr bambusi
Hundrað prósent lífrænt ræktaður bambus er notaður í fötin frá Boody Bamboo Eco Wear, sem eru sjálfbær og umhverfisvæn. Það er góð tilfinning að vera með er silkimjúkur, hitatemprandi, teygjanlegur, andar vel og hrindir frá sér vatni. Vegna þessara eiginleika henta fötin vel í göngur, hlaup, jóga, til að sofa í og dagsdaglega heimavið og í vinnu. Efnið er ekki ofnæmisvaldandi, heldur ver gegn sveppasýkingum og eyðir lykt. Boody Bamboo Eco Wear kemur í þremur línum, almenn lína með nærfötum, sokkum, bolum og leggings, íþróttaföt og heimagallar.