RJÚKANDI REYKJANES

REYKJANES

Mögnuð náttúra, háhitasvæði með frussandi hveri og gufustróka, hraunbreiður og fuglabjörg eru hluti af því sem gerir Reykjanes að stað sem vert er að heimsækja. Hér eru hundrað mismunandi gígar, hellar, klettar, svartar strendur og gönguleiðir sem spanna samtals yfir 240 kílómetra.

829 km2
28.006 íbúar
13% landsmanna
visitreykjanes.is

LEIÐAVÍSIR UM REYKJANES
GRÆNIR HANDVALDIR STAÐIR SEM STUÐLA AÐ BETRI UPPLIFUN, SJÁLFBÆRNI OG GLEÐI! 

Brúin milli heimsálfa er á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku á Reykjanesi.

NÁTTÚRA

1. KEILIR
Eitt helsta kennileiti Reykjaness en fjallið minnir helst á píramída. Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Fjallið er vinsælt til fjallgöngu og á toppnum er stórfenglegt útsýni yfir Reykjanes.

2. GARÐSKAGAVITI
Glæsilegur viti, byggður 1944, í fögru umhverfi þar sem dökkir klettar og ljós sandurinn mynda skemmtilegar andstæður. Gaman er að ganga eftir fjörunni og fylgjast með líflegu fuglalífinu.

3. BÁSENDAR
Fornt útræði og verslunarstaður en í janúar 1799 varð þar mesta sjávarflóð sem um getur við strendur Íslands og lagði staðinn í rúst í einhverri kröppustu lægð sem hefur farið yfir Ísland á sögulegum tíma. Ekið er frá Sandgerði að Stafnesi og frá bílastæði er gengið að tóftum og gömlum grjótgarði.

4. GÁLGAR Á STAFNESI
Þessi staður hefur þann vafasama heiður að hafa verið aftökustaður samkvæmt gömlum sögum. Klettarnir tveir eru háir með breiðu bili en á milli þeirra var tré þar sem menn voru hengdir. Klettarnir eru um 1 km frá Básendum og þangað er stutt ganga frá vegi 45.

5. BRÚIN MILLI HEIMSÁLFA
Upp af Sandvík er brú á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku. Fólki gefst því tækifæri til að ganga á milli heimsálfa í jarðfræðilegum skilningi. Í upplýsingamiðstöð Reykjaness og Duushúsum fæst viðurkenningarskjal fyrir að hafa gengið á milli heimsálfa gegn vægu gjaldi. Ekið er um 7 km suður frá Höfnum um veg 425.

6. ELDEY
Þverhnípt klettaeyja úr móbergi þar sem áður var geirfuglabyggð. Árið 1844 var síðasti geirfuglinn drepinn í Eldey vegna áhuga safnara að eignast uppstoppaðan fugl. Eyjan var friðuð 1940. Þar er ein stærsta súlubyggð í heimi en um 14.000-18.000 súlupör verpa þar árlega.

7. GUNNUHVER
Stutt frá Reykjanesvita er jarðhitasvæði og er Gunnuhver þekktasti hverinn. Frá göngu- og útsýnispöllum má sjá leirinn sjóða í hverunum og gufustrókana stíga til himins. Gunnuhver dregur nafn sitt af Gunnu nokkurri, sem gekk aftur og var ekki til friðs fyrr en presturinn í Vogsósum tókst að senda drauginn í hverinn.

8. BRIMKETILL
Í sjávarborðinu, stutt frá Grindavík, er Brimketill, sem minnir einna helst á heitan pott. Fyrir ofan hann er útsýnispallur og er gaman að fylgjast með kraftmiklu briminu skella á klettunum en öldurnar geta verið miklar og óvæntar.

9. BLÁA LÓNIÐ
Það er einstök upplifun að baða sig í lóninu sem National Geographic hefur valið sem eitt af 25 undrum veraldar. Lónið er jarðsjór í bland við ferskvatn og er ríkt af steinefnum, kísil og þörungum sem hafa reynst vel við ýmsum húðkvillum.

10. KRÝSUVÍK
Sjóðandi leirhverir við Seltún, svartar sandfjörur Kleifarvatns og óvenjulegur litur Grænavatns gerir þetta svæði að einstakri upplifun, bæði til útivistar og náttúruskoðunar.

11. KLEIFARVATN
Þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi og eitt dýpsta vatn landsins. Nokkur jarðhiti er syðst í vatninu. Samkvæmt munnmælum á skrímsli að hafa haldið sig við Kleifarvatn. Vatnið kemur nokkuð við sögu í einni af þekktustu bókum Arnaldar Indriðasonar, sem heitir einmitt Kleifarvatn.

Bátasýning Gríms Karlssonar í Duus safnahúsinu í Reykjanesbæ.

MENNING OG AFÞREYING

12. VÍKINGAHEIMAR
Þeir hýsa víkingaskipið Íslendinga, smíðað af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni, sem sigldi á því til New York árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku 1000 árum fyrr. Goðafræðinni er gerð góð skil í sýningu með tónlist, sögum og myndum eftir listakonuna Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Á útisvæðinu er skemmtilegur landnámsdýragarður sem gaman er að skoða með krökkunum.
Víkingabraut, Reykjanesbæ
422 2000 / vikingaheimar.is

13. ROKKSAFNIÐ
Auðvitað er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi í Reykjanesbæ, gamla bítlabænum! Kjólar af Elly Vilhjálms og Emilíönu Torrini og föt af Rúnari Júlíussyni og Herberti Guðmundssyni til sýnis, heimildarmyndir sýndar í kvikmyndasal og söngklefi, þar sem gestir geta sungið og spilað á ýmis hljóðfæri, er á meðal þess sem gaman er að upplifa á Rokksafninu.
Hjallavegi 2, Reykjanesbæ
420 1030 / rokksafn.is

14. DUUS SAFNAHÚS
Í þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum í hjarta gamla bæjarins er fjölbreytt starfsemi og þar má finna  Listasafn, Byggðasafn, Gestastofu Reykjaness jarðvangs og fleiri sýningar. Saga húsanna nær allt aftur til 1877.
Duusgötu 2, Reykjanesbæ
421 3796 / sofn.reykjanesbaer.is

15. BÁTASÝNING GRÍMS KARLSSONAR
Einstök sýning með meira en 100 handgerð líkön af íslenskum skipum og bátum eftir sjómanninn og bátasmiðinn Grím Karlsson. Hugað er að hverju smáatriði og á hverju ári bætir Grímur við nýjum líkönum.
Duusgötu 2-8, Reykjanesbæ
420 3245 / sofn.reykjanesbaer.is

Hólmsvöllur í Leiru er í einstaklega fallegu umhverfi.

GOLFVELLIR

16. KÁLFTJARNARVÖLLUR
9 holu golfvöllur í rólegu og fallegu umhverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Kálfatjörn, Vogum á Vatnsleysuströnd
424 6529 / gvsgolf.is

17. HÓLMSVÖLLUR LEIRU
18 holu golfvöllur. Tilvalið fyrir fjölskylduna að spila golf saman með sjávarútsýni. 
Garðskagavegi 45, Suðurnesjabæ
421 4199 /
golf.gs.is

18. KIRKJUBÓLSVÖLLUR
18 holu golfvöllur í Sandgerði, staðsettur í skemmtilegu umhverfi. 
Sandgerði
gsggolf.is

19. HÚSATÓFTAVÖLLUR
18 holu völlur, fimm þeirra eru á bökkunum með sjónum, þrettán eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið.
Húsatóftum, Grindavík
426 8729 / gggolf.is

Kaffihúsið Bryggjan í Grindavík.

VEITINGAR

20. LIBRARY BISTRO/BAR
Einn svalasti bistro/bar landsins, enda hefur staðurinn hlotið mikið lof fyrir flotta hönnun og hlýlegt andrúmsloft. Ekta staður þar sem gaman er að setjast og njóta líðandi stundar. Boðið er upp á fjölbreyttan mat og drykk. 
Hafnargötu 57, Reykjanesbæ
421 5220 / librarybistro.is

21. BRYGGJAN
Kósí kaffihús þar sem gaman er að sitja og fylgjast með lífinu við höfnina og bragða á humarsúpunni góðu, sem er frægasti rétturinn á matseðlinum og heimabökuðum kökum.
Miðgarði 2, Grindavík
426 7100 / bryggjan.com

22. HJÁ HÖLLU
Heimilislegur veitingastaður með framúrskarandi mat, sem er unninn frá grunni. Hollustan er í fyrirrúmi og sykur í lágmarki. Á matseðlinum er m.a. ferskur fiskur, samlokur, salöt og eldbakaðar pítsur. Mælum sérstaklega með að smakka pestóið, það er engu líkt.
Víkurbraut 62, Grindavík
896 5316 / hjahollu.is

Fjaran við Garðskaga er tilvalin áfangastaður fyrir fjölskylduna á sumrin.

LAUGAR

23. VATNAVERÖLD
Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna. Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Vatnið er upphitað og þægilegt.
Sunnubraut 31, Reykjanesbæ
420 1500 / Facebook

TJALDSVÆÐI

24. TJALDSTÆÐIÐ VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND
Tjaldað er á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur. Búið er að koma upp litlu aðstöðuhúsi með vatnssalerni og uppþvottaaðstöðu, sem er til afnota fyrir gesti tjaldstæðisins. Utan á aðstöðuhúsinu eru jafnframt rafmagnstenglar til notkunar fyrir gesti.
Vogavegi, Vogum
777 3222

25. TJALDSVÆÐIÐ Á GARÐSKAGA
Hentugt fyrir ferðalanga á húsbílum og aðra sem vilja njóta opinnar náttúru við sjóinn en Garðskagatá, sem er nyrsti hluti Reykjanesskaga, býður upp á frábæra upplifun fyrir gesti með tveimur vitum, fallegri sandströnd og rómuðu sólsetri.
Skagabraut 100, Garði
422 7220 / gardskagi.com

26. SANDGERÐI
Notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Falleg fjallasýn og skemmtilegar gönguleiðir.
Byggðavegi, Sandgerði
854 8424 / istay.is

27. TJALDSTÆÐIÐ Í GRINDAVÍK
Mjög góð aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, húsbíla og hjólhýsi. Hér er allt til alls, leikvellir með köstulum, rólum og köngulóarneti fyrir yngstu kynslóðina, góð grillaðstaða og rafmagn. Sturtur, þvottahús og aðgangur að Interneti.
Austurvegi 26, Grindavík
830 9090 / grindavikcampside.com

GISTING

HOSTEL.IS
Farfuglaheimili má finna um allt land en þau bjóða upp á hagkvæma og fjölbreytta gistimöguleika. Í sumar er lögð sérstök áhersla á fjölskylduvæna gistingu og boðið er upp á rúmgóð fjölskylduherbergi með sameiginlegu eldhúsi. Börn yngri en 16 ára gista frítt með fjölskyldunni.
575 6700 / hostel.is

HEY ÍSLAND
Ferðaþjónusta bænda býður upp á 160 gistimöguleika, allt frá litlum kósí stöðum fyrir pör yfir í stórar einingar, fullkomna fyrir hópa. Af hverju ekki að prófa bændagistingu, sumarhús, íbúðir, eða splæsa í flott sveitahótel? Alltaf umvafin fallegri íslenskri sveit.
570 2700 / hey.is

ANNAÐ

SUNDLAUGAR
Vogar, Vatnsleysuströnd
Reykjanesbær, Vatnaveröld
Reykjanesbær, Njarðvík
Garðurinn
Sandgerði

ON HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR
Reykjanesbær, Fitjum
Keflavíkurflugvöllur, Fálkavöllum 13
Keflavíkurflugvöllur, Fálkavöllum 27

VÍNBÚÐIN 
Reykjanesbæ, Krossmóum 4
Grindavík, Víkurbraut 62

NETTÓ 
Reykjanesbæ, Krossmóum 4
Reykjanesbæ, Iðavöllum 14b
Grindavík, Víkurbraut 60

Tögg úr greininni
, , ,