Rokkstjarna jóganna í Hörpu með mergjaða tónlist

Magnaður tónlistarmaður kveður sér hljóðs á í Norðurljósasal Hörpu á sumarsólstöðum. Krishna Das er í hópi bestu möntrutónlistarmanna samtímans og hefur djúp áhrif á þá sem á hann hlýða. Hann sannkölluð rokkstjarna jóganna, var tilnefndur til Grammy tónlistarverðlaunanna 2013 og það ríkir alltaf mikil eftirvænting eftir tónleikum hans hvar sem hann og hljómsveit hans bregða niður fæti. Þeir sem vilja prófa alveg nýja tónlistarupplifun – jafnvel ennþá dýpri en þeir hafa áður vanist – mega ALLS ekki að missa af tónleikum Krishna Das í Hörpu, 21. júní. Það er eiginlega möst að hlýða á þessa rokkstjörnu flytja seiðandi möntrur sem byrja gjarnan í hægum takti og enda í algleymi.


KAUPTU MIÐA HÉR:  https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/krishna-das/


Hver er Krishna Das?

Krishna Das fæddist 31. maí 1947. Skírnarnafn hans er Jeffrey Kagel. Frá því hann komst á flug sem möntru tónlistarmaður árið 1996 hefur hann gefið út 14 hljómplötur og uppskar ríkulega þegar hann var tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir Live Ananda árið 2013 og kom fram á hátíðinni ári síðar. Þótt tónlist Krishna Das flokkist sem kirtan ljáir hann henni vestrænan blæ með óvenjulegri hljóðfæraskipan á mælikvarða kirtan tónlistar. Kirtan hefst gjarnan á rólegu hugleiðslutempói en stígur svo upp með þeim hætti að fólk brestur gjarnan í dans eða fer á einhverskonar hreyfingu sem er mögnuð og óvenjuleg reynsla fyrir marga. Og þó? Annars er heildarsvipurinn á tónlist Kristhna Das síbreytilegur. Í hljómsveit hans koma m.a. fyrir indverskar trommur og önnur ásláttarhljóðfæri (málmgjöll, trommur og gjarnan kúabjalla), selló eða fiðla, gítar og sjálfur leikur Krishna Das á harmóníum oftast íklæddur rauðum stuttermabol.

Líkt og margir framúrskarandi tónlistarmenn hefur Krishna Das notið aðstoðar þeirra allra bestu í gegnum tíðina. Þannig hefur m.a. Hans Christian oft poppað upp á plötunum hans og sjálfur Sting kemur við sögu á “Pilgrim Heart” en einnig Baird Hersly & Prana á “Gathering in the light”. Walter Becker úr Steely Dan framleiddi með honum All One árið 2010 og lék á bassagítar. Þar var líka Rick Allen á trommur og Steve Gorn á flautu, svo fátt eitt sé nefnt.

Indlandsferð Krishna Das

Krishna Das og Ram Dass
Krishna Das og Ram Dass

Þegar Kristhna Das lagði rokktjörnudrauminn á hilluna í ágúst árið 1970 var það vegna þess að hjarta hans tók óvænta stefnu. Innblásinn af vinskap við hinn goðsagnakenna Ram Dass sem þá hafði líka verið leitandi og fundið Neem Karoli Baba, öðru nafni Maharaj-ji, sem margir jógar þekkja. Kristhna Das,  þá Jeffery Kagel, varð svo hugfanginn af sögum Ram Dass (sem þá hafði verði rekinn frá Haward ásamt Timothy Leary) að hann varð að ferðast til Indlands og hitta þennan uppljómaða Guru, Maharaj-ji, sem hann og gerði og fylgdi hvert fótmál í 2 og ½ ár.

Það er skemmst frá því að segja að á Indlandi hreifst Krishna Das af möntrusöng, hugleiðslu og Bhakthi jóga. Þegar hann svo snéri aftur til Bandaríkjanna var það með loforði til meistara síns um að syngja fyrir Vesturlandabúa. Það loforð hefur hann staðið við en það tók hann þó næstum 20 ár að finna sína eigin rödd og komast á flug. Margt þvældist fyrir tónlistarmanninum Krishna Das á leiðinni, m.a. eiturlyfjaneysla og þunglyndi sem hann segir frá í bók sinni Chants of a Lifetime: Searching for a Heart of Gold sem kom út 2010. En líka í heimildarmyndinni One Track Hart; The Story of Krishna Das. Magnaðri mynd um líf hans og umbreytingar. Sú mynd var tilnefnd til margra kvikmyndaverðlauna og hægt er að horfa á hana hér: https://krishnadasmusic.com/collections/dvds/products/one-track-heart-the-story-of-krishna-das-dvd

Uppljómum Krishna Das

Það er gaman að segja frá því hér hvernig Maharaj-ji hreyfði við Krishna Das . Hann segir að þegar hann kvaddi Mharahj-ji og fór til Bandaríkjanna hafi hann verið fullur af ótta við að snúa aftur. Hann hafði hvorki klæðst gallabuxum né skóm í mörg ár og hann vildi ekki vita hvað biði hans í vestrænum heimi. Uppfullur af angist spurði hann Maharaj-ji hvernig hann gæti þjónað í Ameríku:Maharaj-ji horfði á hann hæðinn og sagði: „Hvað er þetta eiginlega. Ef þú spyrð hvað þú átt að gefa þá er það ekki lengur gjöf. Hvað vilt þú?“ Krishna Das trúði ekki sínum eigin eyrum. Hvernig átti hann að þjóna honum og um leið gera það sem hann vildi? Hann sat þarna orðlaus. Eftir smá stund horfði Maharaj-ji á hann, brosti blíðlega og spurði. „Jæja, hvernig viltu þjóna mér?“
Krishna Das var alveg tómur. Hann var í þann mund að yfirgefa Dheli og fljúga til Bandaríkjanna og vissi ekkert. Maharaj-ji horfði á hann og hló. Krishna beygði sig niður og snerti fætur hans í síðasta sinn, leit upp og andlit hans ljómaði. „Jæja, hvað ætlar þú að gefa af þér í Ameríku? Krishna sveif um eins og í draumi, líkt og hann flyti í gegnum garðinn, beygði sig í síðasta sinn úr fjarlægð. Þar sem hann kvaddi guruinn kom svarið loks til hans og hann sagði; “Ég mun syngja fyrir þig í Ameríku”.

Nokkru síðar, á fullu tungli í september yfirgaf kennari hans líkama sinn og þurfti því Krishna Das að tengjast honum með öðrum hætti. “í gegnum hugleiðslu og bænir og nýta öll þau fræ sem sem hann hafði sáð í hjarta mitt.” Nú sáir Krishna Das þessum fræjum með möntrutónlist í hjörtu fólks. Magnaðri tónlist fyrir þá sem vilja leggja við hlustir.

Við systur hlökkum mikið til að sjá Krishna Das í Norðurljósasal Hörpu 21.júní en fyrir utan að vera framúrskarandi tónlistarmaður býr hann yfir einstakri röddu sem smýgur inn í merg og bein.

áskrift af tímaritinu

Tímarit um heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl Skoða nánar

Gjafaáskrift

Gefðu fallega og innihaldsríka gjöf Skoða nánar

FÆÐA/FOOD - fyrir matgæðinginn

Sérrit Í Boði náttúrunnar um mat og matarmenningu á íslensku og ensku. skoða nánar

More from Systrasamlagið

Taktu þátt í umræðunni