Sumarblað á leiðinni!

Við erum búin að nostra sérstaklega við sumarblað Í boði náttúrunnar sem er nú á leið í prentun. Það er stútfullt af fróðleik og innblæstri sem tengist sumrinu, útiveru, umhverfismálum og heilsu.

Í sumarblaðinu erum við mikið úti; Útivera, útilega, útihreyfing, útiræktun og úti á landi. Við fræðumst um fyrirbærið skógarböð, fáum hvatningu til þess að hreyfa okkur utandyra og spjöllum við fróðar konur um íslensku útileguna. Við ferðumst einnig austur á land og lærum um óbyggðirnar, heyrum af göngu borgarbarnsins Elísabetar Jökuls yfir Fimmvörðuháls og heimsækjum eyju í Þjórsá þar sem sjálfbærnishugsjón er við líði. Við lærum einnig um ræktun skólabarna í Waldorf skóla og hvernig við getum nýtt garðinn okkar betur. Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður segir okkur svo frá því hvernig stemmingin í smábæ á Vestfjörðum fékk hann til þess að fytja aftur heim til Íslands frá Los Angeles til að gera upp ónýtt hús úr endurunnum efnivið, og útkoman er vægast sagt falleg!

Við tókum einnig viðtal við eigendur Valdísar um ísæði Íslendinga, fengum hjá þeim uppskrift af ís og fórum einnig í spennandi samstarf og fengum þau til að búa til gómsætan ís Í boði náttúrunnar, bragðbættan með íslenskum hráefnum en hann verður til sölu í Valdísi í sumar.

ÞETTA OG MARGT FLEIRA! Í SUMARBLAÐINU SEM KEMUR ÚT INNAN SKAMMS!

SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT – Einstakt tilboð!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *