Acai skál með berjum og súkkulaðihjörtum

Acai berin eru eitt af mínu uppáhalds súperfæði.

Berin vaxa víða í Brazilíu og eru stútfull af andoxunarefnum sem eru góð fyrir húðina og ónæmiskerfið. Berin eru sérstaklega þekkt fyrir að stuðla að þyngdartapi sem og getu líkamans til að viðhalda heilbrigðri þyngd.

Ekki sakar að berin eru einnig talin geta hægt á öldrunarferli líkamans!

Acai skálar eru vinsælar erlendis og þegar ég dvaldi í LA síðastliðinn nóvember í hráfæðiskokkanáminu voru acai skálar algengur brunch eða morgunverður á veitingastöðum.

Hefðbundnar Acai skálar eru með Acai berjamauki sem fæst sjaldan hérlendis svo ég nota acai duft, æðislegu íslensku krækiberin og sólber.

ACAISKAL1

Acai skál

2 msk kókosjógúrt eða kæld kóksmjólk (notið aðeins þykka hlutan)

1 banani, frosinn eða ferskur

1/2 bolli frosin blanda af (krækiberjum, hindberjum, brómberjum, sólberjum)

1/2-1 msk acai duft

4 dropar stevia með vanillubragði

kókosvatn eftir þörfum

Avókadó “súkkulaði” hjörtu

2 meðalstórt avókadó eða 4 lítil, afhýdd og skorið smátt 3 msk kakóduft

1/4 bolli mjúkar döðlur

1/2 bolli kókospálmanektar/hlynsíróp/hunang

smá vatn

1. Setjið döðlur og kókospálmanektar í matvinnsluvélina og búið til döðlumauk 2. Restinni af uppskriftinni sett í matvinnsluvélina og blandað. Passið að blanda ekki of mikið því þá byrjar avókadóið að verða rammt/súrt.

2. Setjið í konfektform og frystið

Hugmyndir til að hafa ofan á

banani

mangó

jarðaber

hindber

frosin krækiber

hamp fræ

mórber

kakónibbur

mynta

AÐFERÐ

1. Setjið kókosmjólkurdósina í kæli svo hún þykkni vel. Bætið aðeins þykka hluta hennar í blandarakönnu ásamt banana, frosnum berjum og hrærið þar til silkimjúkt.

2. Bætið við acai dufti, steviu og kókosvatni eftir þörfum.

3. Hellið í skál og fegrið með súkkulaðihjörtum og einhverju af hugmyndunum hér að ofan.

Ég vona að þið njótið jafn vel og ég geri!

Heilsa og hamingja,

Júlía

Tögg úr greininni
, , , ,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.