Lifum betur tímarit
Lifum betur merki

Útgáfan Í boði náttúrunnar gefur út vandað tímarit undir nafninu Lifum betur – Í boði náttúrunnar, sem kemur út þrisvar á ári. Tímaritið var stofnað af hjónunum Guðbjörgu Gissurardóttur og Jóni Árnasyni sem höfðu það að markmiði að búa til fallegt, persónulegt og myndrænt tímarit um sjálfbæran og heilsusamlegan lífsstíl. Tímaritið hefur verið gefið út síðan árið 2010 og eru efnistökin fjölbreytt en þar má nefna: ræktun, híbýli, heilsu, hönnun, ferðalög, matargerð, umhverfismál, árstíðir, útivist og andleg málefni. Í nóvember 2016 hóf Í boði náttúrunnar útgáfu á sérblaðinu FÆÐA|FOOD sem fjallar um íslenska matarmenningu: sköpunargleði og matarhandverk. FÆÐA|FOOD er á íslensku og ensku og dreift í verslanir um allan heim. Á vefsíðunni icelandicfood.is er efni úr tímaritinu á ensku ásamt öðru efni sem tengist mat og matarmenningu Íslendinga.

KRAKKALAKKAR –  SUMAR 2013

Fyrir krakka sem vilja lesa, leika og framkvæma

  • Fjársjóðurinn í fjörunni

  • Flakkað um Ísland

  • Ævintýrakortið

  • Þrautir og leikir

  • Skapandi afþreying

FRÉTTABRÉF LIFUM BETUR

– Greinar um grænan og heilbrigðan lífsstíl
– Ljúffengar uppskriftir
– Ýmis tilboð og afslættir

Skráðu þig núna og við sendum rafrænt tímarit beint í pósthólfið þitt!

FRÉTTABRÉF LIFUM BETUR

Kíktu í pósthólfið þitt til að lesa rafræna tímaritið

Ps. pósturinn gæti lent í spam