TÍMARITIÐ

Útgáfan Í boði náttúrunnar gefur út vandað tímarit með sama nafni sem kemur út þrisvar á ári. Tímaritið var stofnað af hjónunum Guðbjörgu Gissurardóttur og Jóni Árnasyni sem höfðu það að markmiði að búa til fallegt, persónulegt og myndrænt tímarit um sjálfbæran og heilsusamlegan lífsstíl. Tímaritið hefur verið gefið út síðan árið 2010 og eru efnistökin fjölbreytt en þar má nefna: ræktun, híbýli, heilsu, hönnun, ferðalög, matargerð, umhverfismál, árstíðir, útivist og andleg málefni. Sumarið 2013 gaf útgáfan einnig út tímarit fyrir krakka sem heitir Krakkalakkar: tímarit fyrir litla snillinga, sem hvetur börn til þess lesa, leika og framkvæma. Í nóvember 2016 gaf útgáfan út sérblaðið FÆÐA-FOOD sem fjallar um íslenska matarmenningu: sköpunargleði og matarhandverk þar í fyrirrúmi.

Nýjasta tölublað Í boði náttúrunnar: VETUR 2018 – SUMARBLAÐ KEMUR ÚT Í JÚNÍ

Efnistök nýjasta tölublaðsins:Í þessu blaði fræðumst við um mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða þegar kemur að heilsu frá náttúrulækninum Matthildi Þorláksdóttur. Við heyrum í fyrsta sinn um vanvirkan skjaldkirtil, tegund tvö, sem er erfitt að greina. Fáum leiðbeiningar í að velja rétta koddann, sjáum hvernig hægt er að fara í fjallgöngu á veturna og fáum staðfestingu á því að það er ekki einungis hláturinn heldur einnig bjartsýnin sem lengir lífið. Við reynum einnig að gera heimilið umhverfisvænna og fáum innblástur frá Evu Dögg Rúnarsdóttur, jógakennara og fatahönnuð, sem leggur metnað í að heimili sitt sé umhverfisvænt og eiturefnalaust svæði. Við skoðum loftgæði heimila og hvernig hægt er að bæta þau og hittum fyrir Garðar Eyjólfsson vöruhönnuð sem fræðir okkur meðal annars um mikilvægi hringrásar í íslenskri hönnun. Við kynnum einnig til leiks tvo nýja fasta liði, sem við erum sérlega stolt af. Sá fyrri kallast Málstaðurinn en þar munum við taka einstaklinga tali sem hafa barist fyrir náttúrunni eða öðrum málefnum á einn eða annan hátt. Seinni liðinn köllum við svo Fyrirtæki til fyrirmyndar en þar hittum við fyrir „róttæka“ fyrirtækjaeigendur sem hafa umhverfis- og samfélagsmál að leiðarljósi. Þetta og margt fl.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT

———

Eldri tölublöð – Smelltu HÉR til að kaupa eldri blöð

FÆÐA/FOOD 2018

Michelin-stjörnukokkurinn Gunnar Karl
SKYR – hvað er alvöru skyr?
Viska formæðra
Ræktun á spírun
Gulrófan
Matarskúlptúrar
Gourmet dósamatur
Náttúruvín
íslensk leirlist

O.FL.

SUMAR 2017

FORSIDA sumar2017

 

Skógarböð fyrir heilsuna
Íslenska útilegan
Óbyggðarsafn
Elísabet Jökuls gengur Fimmvörðuháls
Sjálfbær ferðaþjónusta í eyju í Þjórsá
Viðtal við Hálfdán Petersen
Ræktun í Waldorf skólanum
Eggert Pétursson listmálari

O.FL!

 

VETUR  2017

Forsíðan tilbúin. Ljósmynd: María KjartansdóttirSjósund fyrir andlega heilsu
Gerjaðir heilsudrykkir
Heilbrigði með Guðna Gunnars
Snyrtivörur frá grunni
Fita sem forvörn
Græn Tannheilsa
Tímalausi Sútarinn
Tjaldað á veturnar
Japanskar mosakúlur

O.fl!

 

 

FÆÐA_ FOOD 2016

foodforsida

Viðtal við matarlistarkonuna Áslaugu Snorra
Sýrt grænmeti
Vínartertan – þjóðarkaka Íslendinga
Kartaflan í smásjá
Íslenskur þari á japanskan máta
Pönnukökur á Bessastöðum

O.fl!

 

VOR 2016

fORSÍÐA VOR 2016-LOWRES

 

Ræktun, radísur og aftanblóm.
Viðtal við íslenskt par sem siglir um heiminn á skútu.
Heimsókn í gróðurhús og vinnustofu í Mosfellsdal,
Minimalískur lífstíll, víxlböð,
heilsueflandi ferðir á Íslandi,
Við könnum djúpt ofan í plastneyslu í heiminum
Þá gefum góðar uppskriftir frá Nönnu Rögnvalds
súkkulaði frá grunni!

o.fl.

 

 

VETUR 2015

Screen Shot 2015-11-23 at 2.31.50 PMHandgerðar sápur
Borðað í núvitund,
Afleiðingar skynditísku,
Hollara laufabrauð,
Dansað inn í nýtt ár,
Kaktusar,
DIY náttúrukransar og skraut,
Litaverk Elsu (litaðu síðurnar!),
Nýtt prjónaband úr ull og silki, prjónauppskrift
Einfalt líf í 25 fermetrum,
Jólaveisla Græna sælkerans,
Hollari piparkökur,
ofl!

SUMAR 2015

11535818_10155879952965019_6677224830816271959_n

 

Sara Riel myndlistarkona
Ferðalög innanlands
Ræktun, garðurinn
Slow travel
Deilihagkerfið
Jurtalitun
Svifvængjaflug
Indíánahefðir
Uppskriftir úr náttúrunni

ofl!

 

VETUR 2015

forsidavetur

 

– Sleðahundar á Íslandi
– Andlegur innblástur
– Svitahof í Hvalfirði
– Ferðasaga í hljóðfærum
– List úr ólíkum trjám
– Rafmengun
– Spáð í bolla
– Föndur úr krukkum
– Hversdagsmatur með tvisti.

ofl.!

 

HAUST 2014

haustforsida– Rafmagnsbílar á mannamáli
– Meltingarflóran
– Haustföndur
– Jógastöður
– Keramikbollar
– Safnarinn við sjávarsíðuna
– Á fjöllum er enginn leiðinlegur
– Úr 101 í Hvalfjörðinn

o.fl!

 

 

VOR 2014 – Örfá tímarit til á lager

Screen shot 2014-10-14 at 12.54.48 PM

– Plöntuskiptimarkaður
– Ræktun í pottum og ílátum
– Græna snyrtihillan
– Augun – spegill sálarinnar
– Sóun matvæla
– Landnámshænur í bæ
– Uppskriftir
– Heimagerð heilsulind

 

o.fl!

 


JÓL 2013

Jól 2013

– Hugleiðsla
– Brimbrettamenning á Íslandi
– Handverksfólk
– HandPicked Reykjavík (kort)
– Íslenskt smurbrauð
– Jólaföndur
– Uppskriftir
– Fylgja með jólamerkimiðar

o.fl!

 

 

Sumar 2013

sumarforsida

– Hjólhesturinn

– Heimsótt 3 gróðurhús
– Vistmenning (Permaculture)
– Eyðibýli Heru Bjarkar
– Óvenjulegt brúðkaup
– Skreytt með villtri náttúru
– Vorhreinsun (Detox)
– Fullkomin testund

o.fl.!

 

 


Krakkalakkar Sumar 2013

krakkalakkar – Fyrir Krakka sem vilja lesa, leika og framkvæma
– Fjársjóðurinn í fjörunni
– Flakkað um Ísland
– Ævintýrakortið
– Þrautir og leikir
– Skapandi afþreying

 

 

 


Vetur 2013

Vetur 2013– Morgunvenjur 6 einstaklinga
– Heilinn- náttúrulega endurbætur
– Ræktaðu spírur
– Heilsuveitingarstaðir
– Uppskriftir
– Áhrif lýsingar á heilsu, hvað er best.
– Viðtal við Koggu

o.fl.!

 

 


Haust 2012

Haust 2012– Ólafur Elíasson, safnar gráum kindum
– Bjórsmökkun
– Stefna á sjálfbærni
– Sýrt grænmeti
– Waldorf skólinn
– Frætínsla
– Uppskriftir
– Hönnun úr ull

o.fl!

 

 


Sumar 2012

Sumar 2012– Trampólín, meira en bara leiktæki
– Eldað með birkilaufum
– Fjallahjólreiðar
– HandPicked Shop&Play (Kort)
– Að gera upp sumarbústað fyrir lítið
– Leigðu bústaðinn
– Heitir pottar
– Sveitabrúðkaup

 

o.fl.

 


Vor 2012

Vor 2012 – Forræktun matjurta
– Trjárækt
– Matthildur eigandi 38 þrep heimsótt
– Endurvinnsla gamalla muna
– 4 verslanir með græna hugsun
– Heimatilbúin hreinsiefni
– Breytingarskeiðið
– Rabbabari

o.fl.!

 

 


Vetur 2011

Vetur 2011– Matargjafir – góðar hugmyndir
– Týndu SÖL
– Ilmkjarnaolíur
– Hugurinn með í sund
– Rósroði
– Fyrsta vindmyllan á Íslandi
– Uppskeran á diskinn
– Ostar, heimagert lostæti

o.fl!

 

 


Sumar 2011

Screen Shot 2014-05-08 at 3.37.24 PM– Náttúrulaugar á Vestfjörðum
– Týnt í salatið
– Snyrtivörur úr íslenskum jurtum
– Birki og birkivörur
– Dalalíf – Einstakt heimili í Svarfaðardal
– HandPicked kort Eat & sleep á íslensku
– Ferðafólkið Pétur Blöndal og Anna Sigríður

o.fl!

 

 

 


Vor 2011
vorstaður– Matjurtarrækt
– Lítið gróðurhús
– Plöntur fyrir heilsuna
– Hlaupum skólaus
– Ævintýraferðir á skíðum
– Íslenski bærinn
– Umhverfismerkingar
– Fjöruborðið


o.fl!

 


Vetur 2010
eldhúsapótekið– Eldhúsapótekið
– Hveitigras
– Blóm – náttúrulega loftræsting
– Gamalt handverk, nýtt líf
– Útiskólastofur
– Degaul bræðralagið
– Heimatilbúnar gjafir

o.fl.

 

 

Sumar 2010 – Fyrsta tölublaðið!
sumarfyrstaforsida – 39 frábær matastopp um landið
– Týndu í tebollan
– Ekki án hundsins
– Útirými
– Náttúran í hönnun
– Gert upp garðhúsgögn
– Gönguferð verður að grasaferð