Um okkur

Í boði náttúrunnar er uppspretta hugmynda fyrir þá sem leitast eftir innihaldsríkara lífi í takt við náttúruna.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR er útgáfa með hugsjón sem gefur út samnefnt tímarit þrisvar á ári, sérritið FÆÐA / FOODHandPicked Iceland ferðakort, handteiknuð dagatöl og náttúrukort. Við gefum einnig náttúrunni til baka og plöntum einu tré á ári fyrir hvern áskrifenda.

Útgáfu ævintýrið byrjaði haustið 2009 þar sem stofnendurnir og hjónin Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason byrjuðu með útvarpsþátt á RÚV sem  fékk nafnið Í boði náttúrunnar. Þátturinn var í spilun hjá RÚV í þrjú sumur og var um matjurtarækt og sjálfbært líf á Íslandi sem reyndist þakklátt efni í byrjun kreppunnar þar sem lífið var ekki lengur í boði bankanna! Ef svo má að orði komast.Sumarið 2010 kom út fyrsta eintakið af tímaritinu af Í boði náttúrunnar. Tímaritið kemur út þrisvar á ári og er markmiðið að veita innblástur og fróðleik sem tengir okkur betur við náttúruna á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, fá fólk til að hugsa um það hvernig við nýtum hana og njótum og um leið stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði bæði hjá okkur og náttúrunni.

vefsíða, www.ibn.is, sem fór í loftið í febrúar 2014. Vefsíðan gefur okkur frekari tækifæri til að búa til samfélag, miðla efni sem við teljum skipta máli og er mikilvægur hlekkur í þeirri hugafarsbreytingu sem er að eiga sér stað varðandi umhverfismál og náttúrulegar leiðir að andlegri og líkamlegri heilsu.

Í boði náttúrunnar tekur virkan þátt í mikilvægri vitundarvakningu sem tengjast umhverfismálum og betri lífsgæðum og stuðlar að jákvæðum áhrifum á menn og náttúru.

LIFUM BETUR – eitt blað í einu!

Guðbörg fékk tilnefningu til FJÖLMIÐLAVERÐLAUNA Umhverfisráðuneytisins 2013

Screenshot 2017-06-08 16.10.32

fjölmiðlaverðlaun

STARFSMENN

Guðbjörg Gissurardóttir: MA í Communication Design frá Pratt Institude. Stofnandi, ábyrgðarmaður, listrænn stjórnandi og auglýsingastjóri ÍBN – gg(hjá)ibn.is – 8615588

Dagný Gísladóttir:

MA í Ritstjórn og Útgáfu. Ritstýra tímaritsins og vefritstýra – dagny(hja)ibn.is

Jón Árnason: Ljósmyndun – jonsi(hja)ennemm.is

Bergdís Sigurðardóttir: Hönnun / uppsetning tímarits

Anna Helgadóttir: Prófarkalestur

Einnig starfa fyrir ÍBN Sjálfstætt starfandi blaðamenn og annað hæfileikaríkt fólk.

Heimilisfang:

Í boði nátturunnar
Elliðavatni
110. Reykjavík

STARFSNÁM Í BOÐI fyrir nema í fjölmiðlun, hönnun, viðskiptafræði, ferðamálafræðum o.fl.

 

[/column] [/columns_row]