VILTU SKRIFA FYRIR OKKUR?

 Screen Shot 2015-08-27 at 4.23.55 PM

VIÐ BJÓÐUM VELKOMNA NÝJA PENNA FYRIR VEFINN:

Hér er það sem þú þarft að vita ef þú vilt skrifa fyrir ibn.is: 

Í boði náttúrunnar er vefmiðll um grænan lífstíl og heilbrigði í takt við hugsjónir og metnað tímaritsins. Okkar markmið er að efla enn frekar þá vitundavakningu sem hefur átt sér stað í samfélaginu, áhuga fólks á heilbrigðu lífi og nánum tengslum við náttúruna og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða.

Að fræða og veita lesendum innblástur er okkar ástríða. Þessi vefsíða er vettvangur þeirra sem hafa áhuga á grænum, sjálfbærum lífstíl og eru efnistökin fjölbreytt; Matur, heilsa, umhverfismál, útivist, dýr, híbýli, ferðalög, ræktun, andleg mál og fl.

Hvaðan kemur efnið sem þegar er á vefnum?

  • Úr tölublöðum tímaritsins sett upp í vefvænu formi
  • Frumsamið efni af okkur fyrir vefinn
  • Fastir pennar sem hafa eitthvað spennandi til málanna að leggja á ólíkum sviðum.

Ef þú hefur sérþekkingu eða áhuga á okkar efni og langar að skrifa fyrir vefinn endilega sendu línu á  dagny@ibn.is með nafni, vefsíðu, hugmynd eða tilbúið efni og þú færð svar frá okkur um hæl.

Ef þín hugsjón passar okkar þá yrði þitt hlutverk að skrifa pistla um málefni sem er þér hugleikið og um leið kynna það sem þú stendur fyrir. Við höfum ekki tök á að greiða fyrir efni á vefnum en vonumst til þess að þú sjáir annarskonar ávinning í því að taka þátt í þessu verðuga verkefni.

  • Þú færð umsögn um þig og það sem þú gerir fyrir neðan hverja grein sem þú birtir, auk þess tengla á þitt fyrirtæki/ bloggsíðu og aðra félagsmiðla.
  • Góð dreifing á skrifum þínum í gegnum vefsíðuna okkar, facebook síðu og fréttabréf.
  • Setur þig og þín skrif í vandað og gott samhengi.
  • Þú tekur þátt í því að skapa samfélag þar sem rætt er um grænan lífstíl, heilsu og ástríðuna fyrir því að bæta sig í þessu lífi.
  • Auk þess færðu glaðninga frá okkur eins og áskrift og Græna Fríðindakortið

Líkt og hjá tímaritinu verður efnið sett fram á smekklegan hátt og mikið lagt upp úr vönduðu efni og ljósmyndum.

 Hlökkum til að heyra frá þér!!