MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ VERA MEÐ KYNNINGU Á ÞÍNU FYRIRTÆKI Á VEFNUM OKKAR?
Lesendur ibn.is eru heilsumeðvitaðir einstaklingar sem hafa áhuga á útivist, næringu, vellíðan og grænum lífstíl. Meirihluti lesenda eru háskólamenntaðar konur á aldrinum 27-55 ára sem eru virkar í samfélaginu. Helstu umfjöllunarefni okkar á ibn.is eru heilsa, næring, matur, hreyfing, vellíðan, náttúran og umhverfi. Við bjóðum því upp á vel skilgreindan og virkan markhóp sem eyðir góðum tíma á síðunni, tekur mark á efninu og deilir því. Við leggjum áherslu á vandaðar og innihaldsríkar greinar sem setur auglýsingar í traust og gott samhengi. Þú getur því treyst því að efnið sem birtist við hlið auglýsingarinnar þinnar sé þínu fyrirtæki til sóma. Vandlega er hugsað út í alla hönnun, myndefni og framsetningu á síðunni og vinnum við því með fáum auglýsendum í senn svo að vefurinn haldist einfaldur og hver auglýsing fái að njóta sín.
Við leggjum mikinn metnað í að vekja fólk til umhugsunar og auka þekkingu fólks á heilbrigðum lífstíl, náttúru og vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að vera með okkur í þessari vegferð með því að vera með auglýsingu frá þínu fyrirtæki á vefnum okkar. Endilega vertu í sambandi á ibn@ibn.is
VEFUR OG TÍMARIT
Auglýsing á vef ibodinatturunnar.is eða í tímaritinu Lifum betur er fyrir fyrirtæki sem vilja ná til sértæks markhóps, hins svokallaða græna og heilsusamlega hóps.