Íbn 5 ára – EITT BLAÐ EITT TRÉ

Ég veit að það er klisja að tala um hvað tíminn líður hratt en það er ekki annað hægt þegar ég lít til baka yfir þau fimm ár sem ég hef gefið út þetta tímarit. Það er því hollt að staldra við, líta yfir farinn veg og rifja upp hvað það er sem maður hefur verið að bralla og verja tíma sínum í.

Ég ákvað að gera það sjónrænt, með tímalínunni sem sjá má hér að neðan. Eins og sjá má erum við ekki bara að gefa út tímaritið heldur ýmislegt annað sem fæðst hefur á þessu fimm ára tímabili. Þegar ég hugsa um þennan tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að geta unnið við það sem mér þykir bæði gefandi og skemmtilegt. Þakklæti fyrir að hafa náð að halda þetta út í þessi fimm ár og fyrir allt góða samstarfsfólkið. Þakklæti fyrir móttökurnar, bæði hjá lesendum og auglýsendum, því án þeirra væri ekkert blað. Og ekki síst þakklæti fyrir okkar fallegu íslensku náttúru sem er okkur endalaus uppspretta hugmynda og innblásturs.

Screen Shot 2015-06-25 at 2.29.55 PM

Með allt þetta þakklæti í huga ákvað ég að nú væri góður tími til að gefa eitthvað til baka og sýna náttúrunni virðingu í verki. Ég var ekki lengi að ákveða mig og sótti um að gerast landnemi uppi í Heiðmörk og hefja skógrækt í samstarfi við áskrifendur. Ég hef sem sagt ákveðið að gefa eitt tré fyrir hvert blað sem selt er í áskrift. Með þessu erum við ekki einungis að veita ykkur lesendum innblástur í boði náttúrunnar heldur nýtum við hluta af áskriftargjaldinu til að gefa náttúrunni til baka með þessu skógræktarverkefni sem við köllum VIRÐING Í VERKI. Fyrstu trén verða gróðursett í lok ágúst og við munum bjóða velkomna þá áskrifendur sem vilja stíga út fyrir borgarmörkin og taka þátt. Svo er auðvitað öllum boðið að njóta lundarins til útivistar allan ársins hring. Framtíðarsýnin er að skapa þarna fræðsluvettvang fyrir hvers kyns fróðleik, handverk og vinnslu sem tengist náttúrunni.

Screen Shot 2015-06-25 at 2.30.23 PM

 

Að auki vildum við gefa áskrifendum okkar gjafir með blaðinu og í þetta sinn er það plakat eftir listakonuna Söru Riel sem vinnur með náttúrunna á fallegan hátt í verkum sínum. Auk þess látum við fylgja með HandPicked Iceland bæklinga á ensku alla saman í pakka, sem við höfum hingað til látið fylgja með inn í blaðinu á íslensku. Þetta er tilvalin gjöf handa erlendum vini, eða til að notast við á ferðalaginu um landið.

Processed with VSCOcam with g3 preset

 

Nýja blaðið, fimm ára afmælisritið okkar urðum við að gera þykkt og extra efnismikið handa ykkur. Því er að finna þar margar skemmtilegar greinar eins og: að ferðast í nútvitund, svifvængjaflug, matarmarkaði um landið, jurtalitun, deilihagkerfið, læknahjól indjána á Íslandi, DIY draumafangari, ræktun á mintu, uppskriftir af súpum, krapi og áfengi með hráefni úr íslenskri náttúru, DIY útisturta, matjurta og moltugarður.
Screen Shot 2015-06-25 at 2.30.33 PM

Screen Shot 2015-06-25 at 2.31.09 PM Screen Shot 2015-06-25 at 2.31.33 PM

 

 

 

 

 

Ef þú vilt gerast áskrifandi þá er tíminn núna!

AF ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM FIMM ÁRA VILJUM VIÐ EINNIG GEFA SEM FLESTUM RAFRÆNT EINTAK AF BLAÐINU.

SMELLTU HÉR OG FÁÐU ÞITT EINTAK!

TAKK fyrir stuðninginn!

Guðbjörg

P.s. Muna svo þema sumarblaðsins: NJÓTA EKKI ÞJÓTA!

 Gudbjorgritstyra