Nú er komið að 3. Orkustöðinni sem er virkust í hádeginu, þegar sól er hæst á lofti. Þá fer best á því að neyta trefjaríks “huggunar” matar og kolvetna með lágan sykurstuðl sem gefur mikla orku og virkjar eldinn innra með okkur. Gul fæða nærir sannarlega sólaplexusinn sem hefur með þrek, kraft og þrótt að gera. Um leið náum við að kjarna okkur (ná í miðjuna) og setja heilbrigð og eðlileg mörk.
(Sjá um fyrstu og aðra orkustöðina hér)
Gott dæmi um næringarríkan mat fyrir sólarplexusinn er íslensk byggsúpa með sætu gulu grænmeti. Við mælum með súpu sem inniheldur t.d. lífrænt Vallarnesbygg, rófur, fennel og dass af fjallagrasaseyði ásamt lífrænu grænmetissoði. Og ef til vill lambakjöti, fyrir þá sem vilja kjöt. Best er að krydda súpuna með karrýi, saffrani, svörtum pipar og salti eða sölum. Berið endilega fram fram með lífrænu íslensku byggbrauði frá Sandholti og ef til vill sýrðu grænmeti frá Vallarnesi. Súpu sem þessa er skemmtilegast að spila af fingrum fram. Eftir því hvaða gula grænmeti og gulu krydd þið eigið. Spilið endilega af fingrum fram með þetta hráefni í huga.
Ef við nærum okkur ekki vel í hádeginu getur okkur fundist okkur ógnað, verðum pirruð og ófær um að koma nokkru í verk. Gaman er að geta þess að trefjaríkt korn eins og bygg “flössar” gallinu út (gall þýðir bile á ensku, sem hefur líka merkinguna ólund). Að losa um gallið léttir lundina og lífið það sem eftir lifir dags. Í bygginu er einnig er proponicsýra sem lækkar kólesterólið. Passa þarf að hafa byggið og allt annað lífrænt svo öll næringin nýtist okkur vel. Þar kemur auðvitað fátt annað til greina en lífræna byggið frá Vallarnesi. Þá geymir gott karrý allar helstu indversku lækningajurtirnar og talsvert er talað um að saffran lægi geðsveiflur með því t.d. að ýta við serótónín taugaboðefninu. Síðan er fjallagrasaseyði ómótstæðilegt og vel þekkt í íslenskri grasalæknafræði fyrir að vinna bug að meltingafærakvillum.
Sólarplexus er tengdur inn á vélinda, maga, bris, smáþarma, lifur og gallblöðru.
Ps; Grískir íþróttamenn og rómverskir skylmingaþrælar töldu bygg bæta getu og auka úthald. Þeir borðuðu helst bygg með grænmeti um hádegisbil.
—
Ljósmyndina tók Áslaug Snorradóttur en hún er einnig í bók hennar Íslensk ofurfæða villt og tamin.
1 athugasemd