7 hugleiðingar fyrir gott ár – 2015

Í upphafi nýs árs er gott að staldra við og líta yfir farinn veg, horfa svo fram á við og láta sig dreyma 🙂

Hér eru nokkrar góðar hugleiðingar sem geta reynst ómetanlegar á nýju ári. Njóttu þess að setjast niður með sjálfum þér, góðum vinum eða fjölskyldumeðlim og gefið ykkur góðan tíma til að fara í gegnum listann. Settu svo mikilvægustu atriðin niður á blað og hafðu þau sýnileg út árið til að minna þig á ásetning þinn. Gott er að sleppa ímyndunaraflinu lausu af og til, lokaðu augunum og finndu hvernig þér líður þegar þú hefur náð settu marki, með hverjum þú ert, hvar o.s.frv.
Ekki gleyma að þakka fyrir í lokin!

jolakorta_hugleidingar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Hægri smelltu á myndina hér að ofan og geymdu hana eða deildu henni með öðrum)

Tæknin auðveldar okkur að deila markmiðum okkar, gera þau sýnileg og minna okkur á þau reglulega. Hún getur auðveldað okkur að halda utanum framkvæmdina og þannig aukið líkurnar að við náum markmiðum okkar. Hér hef ég tekið saman nokkur netforrit sem vert er að skoða.

Má þar fyrst nefna Pinterest. Þar getur þú búið til þína drauma möppur og safnað saman myndum sem tengjast markmiðum þínum og löngunum. Ég var t.d. að búa til eina sem heitir – Líf mitt eftir 5 ár, sem minnir mig á að hugsa fram í tímann af og til.

Ég var einnig að uppgötva skemmtilegt sjónrænt markmiðaforrit á netinu sem heitir Tree.mindbloom og er öðruvísi en allt annað sem ég hef séð. Þú býrð til þítt lífstré og greinarnar eru það sem skiptir þig mestu máli í lífinu. Svo þarft þú að næra það með innblæstri og aðgerðum til að það vaxi og dafni. Sjón er sögu ríkari!

Screenshot 2015-01-03 00.40.30

Við hjá Í boði náttúrunnar notum mikið Trello til að halda utan um sameiginleg verkefni og markmið og er það í miklu uppáhaldi. Það er frítt á netinu og er einnig frábært fyrir þá sem elska TO DO lista eins og ég og nýtist bæði í vinnuni og persónulega lífinu. Wunderlist er einnig vinsælt forrit til að halda utan um verkefni og upplagt til að gera lista eins og nafnið gefur til kynna.  Evernote er annað skipulagsforrit sem má nota til að halda utanum markmiðin og margt, margt fleira. Það er hægt að setja inn bæði myndir og texta eins og í Trello og er þess virði að skoða þó ég hafi ekki notað það sjálf. Svo skelli ég einu appi með (fyrir síma og iPad) sem er sérstaklega hannað fyrir þá sem vilja láta drauma sína verða að veruleika. Það kallast Gneo og kostar eitthvað smotterí að hlaða því nður.

Góða skemmtun 2015!

Guðbjörg – ritstýra

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.