Nýtt snjalltæki í eldhúsið

Berglind Ósk og Rebekka
UMFJÖLLUN Guðbjörg Gissurardóttir

„Vélinni er erfitt að lýsa í stuttu máli enda getur hún gert svo lygilega margt.“

Eftir að hafa fengið sýnikennslu á Thermomix snjalltækið hjá Berglindi Ósk og Rebekku hjá Eldhústöfrum, þá stóðst ég ekki mátið og ákvað ég að fá mér eitt stykki í eldhúsið! Ég hef gefið út matreiðslubók, eldað í fjölda ára og elska mat en nú í fyrsta sinn sá ég eitthvað nýtt sem ég hef trú á að verði notað. Eiginmanninum leist ekki á blikuna til að byrja með en þreytist nú ekki á því að mæra vélina við alla sem nenna að hlusta. Strákarnir eru ekki síður hrifnir og er jarðarberjaísinn og pítsudeigið vinsælast, sem þeir gera alveg sjálfir, 15 og 10 ára. Og fyrir mig er það þægindin, hvatinn til að gera meira frá grunni og það að geta treyst vélinni fyrir hverju sem ég tek mér fyrir hendur, án þess að klúðra því! Ég er nefnilega óþolinmóð og með athyglisbrest þegar kemur að því að standa yfir pottum og kemur engum á óvart að finna brunalykt úr eldhúsinu þegar ég elda. En um daginn gerði ég bernaise sósu í fyrsta sinn og var hún fullkominn!

Orð fá varla lýst þessari vél og því mæli ég með því að fara á kynningu hjá Berglindi Ósk og Rebekku eða hreinlega fá kynninguna heim til þín.


 

Thermomix vigtar, hrærir, mixar, blandar, saxar, malar, þeytir, hnoðar, gufusýður og eldar og er auk þess með nákvæma hita- og tíma­stillingu. Hátt í tvö hundruð upp­skriftir fylgja vélinni bæði í upp­skrifta­­bók og á staf­rænum kubbi, sem smellt er utan á vélina. Hægt er að fá fjölda staf­rænna upp­skrifta­kubba í vélina en einnig má nálgast þúsundir upp­skrifta fyrir Thermomix með því að net­­tengja vélina. Uppskriftirnar birtast á staf­rænum skjá vélar­­innar þar sem m.a. er hægt að fá leið­bein­ingar við matar­gerðina, skref fyrir skref. Tækið er því magnað fyrir þá sem vija láta leiða sig áfram í mat­seldinni en ekki síður fyrir þá sem elska að elda með sínu nefi því Thermomix er frábært hjálpar­tæki, og sérstak­lega fyrir allan undirbúning.

Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem á sér yfir 130 ára sögu og er þekkt fyrir fram­leiðslu hágæða heimilis­­tækja. Tækið er hvergi selt í rafvöru­verslunum heldur leggur fram­­leiðandinn áherslu á að kaupandinn fái ítarlega og persónu­lega kynningu og upplifi þannig alla helstu notkunar­möguleika þess. Á tveimur tímum mun kynningaraðili Thermomix útbúa með þér sítrónu­drykk, brauð, ávaxtaís, súpu og gufu­elda grænmeti og kjúkling eða fisk.

Þó Thermomix sé nýkomið á markað hérlendis þá hefur vélin notið mikilla vin­sælda um allan heim. Rebekka Ómarsdóttir komst í kynni við Thermomix þegar hún bjó í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, en nýverið hóf hún samstarf við mág­konu sína, Berglindi Ósk Haraldsdóttur, við að kynna og selja vélina hér á landi. Berglind segir Thermomix breyta við­horfi margra til eldhús­­starfa. „Með tækinu er hægt að nýta sér stafræna tækni við elda­­mennsku sem verður ekki aðeins skemmti­leg heldur líka einföld, hagkvæm og fljótleg. Við höfum sjálfar notað Thermomix á um annað ár, og allt í kringum matar­gerðina er orðið miklu einfaldara og umstangið og upp­vaskið miklu minna, og meiri tími fyrir fjöl­skylduna og áhuga­málin,“ segir hún um kosti vélarinnar.

Berglind segir að Thermomix hafi jafnframt gert sér og öðrum kleift að minnka matar­­sóun og nýta mat mun betur. Nefnir hún sem dæmi að hún útbúi reglulega súpu úr „slöppu“ græn­meti með hjálp tækisins, sem sér um að saxa, mauka og elda. Hún bendir einnig á að með Thermomix er mjög einfalt að elda frá grunni og þannig er hægt að kaupa minna af tilbúnum réttum og sósum sem oft eru í einnota plast­umbúðum. Berglind segir að bæði minni matar­sóun og plast­notkun sé ein af ástæðum þess að vélin hafi fengið frábærar við­tökur erlendis. En einnig er hægt með Thermomix að sneiða hjá öllum auka­efnum og rotvarnar­efnum með því að velja hrá­efnin sjálfur og útbúa mat frá grunni, það er nefnilega ekki það sama að borða og nærast.

Einfaldleikinn er ekki síst það sem gerir vélina ómótstæði­lega, það þarf ekki að standa yfir pottunum og hræra. Þú undir­býrð mat­­seldina og Thermomix sér um að elda fyrir þig. Fyrir áhuga­­sama þá hafa þær Berglind og Rebekka opnað kynningar­aðstöðu fyrir Thermomix í Síðumúla 29 en við mælum með að panta kynningu hjá Eldhús­­töfrum og upp­lifa það sem vélin hefur upp á að bjóða.