Þessi uppskrift er tilvalinn staðgengill fyrir þá sem ætla ekki í páskaeggið í ár en vilja eitthvað girnilegt til að gæða sér á. Gleðilega páska!
Innihald:
200 g dökkt súkkulaði
Trönuber
Pistasíuhnetur
Gojiber
Valhnetur
Appelsínubörkur.
- Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði.
- Setjið bökunarpappír á plötu sem kemst í ísskáp eða frysti.
- Dreifið yfir súkkulaðið gróft söxuðum pistasíum, valhnetum, gojiberjum, trönuberjum og kókosflögum. Líka gott að raspa appelsínubörk yfir. Þið getið notað það sem ykkur finnst gott ofaná súkkulaðið.
- Skellið í ísskápinn eða frystinn þangað til súkkulaðið er orðið kalt og brjótið þá í bita.